Æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum í MK

Klaustursbleikja, Saltfiskterrine, lambaþrenna og Omnon á þrjá vegu Æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum í MK menntaskólinn í kópavogi framreiðsla þjónn þjónusta kokkar matreiðslumenn Æfingakvöld hjá kokka- og þjónanemum í MK Eyjólfur Eyjólfsson, Albert, Bergþór, Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, silla Freyr Torfason og Kjartan Örn Steindórsson Okkur var boðið að sitja æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum í Menntaskólanum í Kópavogi. Algjörlega ógleymanlegt kvöld, góður matur, góð þjónusta og frábær félagsskapur. ENSK FRAMREIÐSLA FRÖNSK FRAMLEIÐSLA
Æfingakvöld hjá kokka- og þjónanemum í MK. Eyjólfur Eyjólfsson, Albert, Bergþór, Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, Freyr Torfason og Kjartan Örn Steindórsson

Æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum í MK

Okkur var boðið að sitja æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum í Menntaskólanum í Kópavogi. Þjónninn okkar æfði sig meðal annars í rússneskri framreiðslu* og í enskri framreiðslu** Algjörlega ógleymanlegt kvöld, góður matur, góð þjónusta og frábær félagsskapur.

Matseðillinn:
Consome Royale. Tært gulrótaseyði, garnish að hætti nemans.
Klaustursbleikja. Pönnusteikt bleikja, fennel, spergill og Beurre blanc
Skelfisksterrine. Leturhumarfars, hörpuskel, hnúðkál, epli og wasabi
Lambaþrenna. Lamba Ballontine, lifrarkæfa, lambahjörtu, smælki, Seljurót og Bordelaise
Omnom á þrjá vegu. Brownie, tuille, hrútaber og skyrís

MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI — SIGURLAUG MARGRÉT EYJÓLFUR EYJÓLFSSONKJARTAN STEINDÓRSSON

.

34 matreiðslunemar sáu um matseldina á æfingakvöldin.
Klaustursbleikja, Saltfiskterrine, lambaþrenna og Omnon á þrjá vegu
Stemning á æfingakvöldi hjá framreiðslu- og matreiðslunemum

*Rússnesk framreiðsla: Þjónninn kynnir matinn á fatinu og skammtar á hliðarborði á diskana)

**Ensk framreiðsla: Þjónninn kemur vinstra megin við gestinn og setur á diskinn.

— ÆFINGAKVÖLD HJÁ FRAMREIÐSLU- OG MATREIÐSLUNEMUM Í MK —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið - ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann og endi með fullt fangið af ostum og fleiru. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila - áður en þið farið í búðina ;)

Fiskisúpa Eika

Fiskisúpa Eika. Léttar og rjómalausar fiskisúpur eru orðnar mun algengari en áður, eftir því sem heilsubylgjunni vex ásmegin. Stundum er nú samt gaman að rifja upp gömlu, góðu rjómasúpurnar og eitt er víst að þessi margverðlaunaða súpa frá honum Eika (í Eikagrilli sem var) er svo mikil snilld, að fólk emjar af ánægju og spyr undantekningalaust hvort það megi fá uppskriftina.

Kryddbrauð sem endaði eins og limur

Kryddbrauð sem endaði eins og limur. Kökur geta tekið á sig hin ólíklegustu form við bakstur. Kona ein var að baka kryddbrauð á dögunum með þessum árangri. Hún fór með kökuna í vinnuna og vakti hún þar mikla kátínu.

Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

Margrét Jónsdóttir Njarðvík - magnaður eldhugi.  Fyrir tveimur árum gengum við í kringum Mont Blanc á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo. Ferðin tók tvær vikur og var hin skemmtilegasta í alla staði. Margrét Jónsdóttir Njarðvík er eigandi Mundo en eftir 25 ára í akademíunni bjó hún til vinnu utan um sig þar sem styrkleikar hennar og áhugamál njóta sín. Þannig innihalda allar ferðir Mundo menntun, skemmtun, menningu og þjálfun. Fjölmargir hafa farið Jakobsveginn á hennar vegum og ungmennasumarbúðir á Spáni njóta vaxandi vinsælda. Nema hvað, hún hélt matarboð fyrir vini sína og ættingja. Maturinn í veislunni tengist þremur löndum, löndum sem Margrét ætlar að ferðast til á árinu með fólk á vegum Mundo.

Svo er nú gaman að segja frá því að við Svanhvít verðum fararstjórar á vegum Mundo í matarferð til Brussel í haust :) en Brussel hefur algerlega stolið senunni frá París í þeim efnum