Kornflexterta – klárlega ein sú besta

Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit Kornflexterta terta kaka jarðarber súkkulaðikrem rjómi
Kornflexterta

Kornflexterta – klárlega ein sú besta

— TERTUUPPSKRIFTIR — KORNFLEXAKUREYRI

.

Kornflexterta

4-5 eggjahvítur
2 b flórsykur
1 b kókosmjöl
4 b kornflex
Stífþeytið eggjahvítur og flórsykur. Bætið við kókosmjöli og kornflexi.
Bakið í tveimur kringlóttum formum – á 130°C í um 3 klst

á milli
1/2 l rjómi
1/2 ds perur
Stífþeytið rjómann, saxið perurnar og bætið þeim saman við.

Krem ofan á kökuna
4-5 eggjarauður
60 g flórsykur
100 g suðusúkkulaði – brætt í vatnsbaði
50 g lint smjörlíki eða smjör
Hrærið saman smjörlíki og flórsykri. Bætið eggjarauðum saman við og þeytið áfram. Að síðustu fer súkkulaðið saman við.

Setjið annan botninn á tertudisk. Dreifið úr perurjómanum yfir og setjið hinn botninn ofan á. Dreifið úr súkkulaðikreminu yfir og skreytið með jarðarberjum

Kornflekstertan var á boðstólnum í kaffiveislu kvenfélaganna í Eyjafjarðarsveit.

— TERTUUPPSKRIFTIR — KORNFLEXAKUREYRI

.

Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit
Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pastasalat með gúrkum og tómötum

Pastasalat með gúrkum og tómötum. Þessi árstími er ekki hvað síst góður fyrir allt það góða og holla grænmeti sem hefur sprottið vel í góðri tíð undanfarinna vikna. Góð olía er mikilvæg fyrir líkamann. Gott er að eiga nokkrar tegundir af góðum vönduðum olíum og nota til skiptis. Já og svo er fitan í avókadóinu mjög holl

Te er bæði hollt og gott

Te er bæði hollt og gott - IMG_0770

Te er bæði hollt og gott. Lengi vel drukku Íslendingar mikið te og á öldum áður var kaffi munaðarvara. Ætli te komi ekki næst á eftir vatni af þeim drykkjum sem vinsælastir eru í heiminum. Te er bæði svart, grænt, hvítt og oolong og koma víst allar af sömu plöntunni Camellia sinensis. Svo er ýmsu bætt við til að bæta og næra. Þið sem eigið ferska mintu í garðinum eða í potti í glugga ættuð að útbúa ykkur mintute.