Ávaxtakaka með súkkulaði og sérrýi

Jólakaka með súkkulaði, sérrýi og ávöxtum sérrý kaka terta jólin jólabakstur kanill koktelber kaffimeðlæti döðlur ÁVAXTAKAKA ávaxtaterta silla páls
Jólakaka með súkkulaði, sérrýi og ávöxtum. Mynd: Silla Páls

Ávaxtakaka með súkkulaði og sérrýi 

Þessi kaka er algjör sparikaka. Það er ágætt að pakka henni inn í álpappír og geyma þannig í ísskáp. Kakan geymist vel og bragðast afar vel.

ÁVAXTATERTURSÉRRÝJÓLINKAFFIMEÐLÆTI

.

Ávaxtakaka með súkkulaði og sérrýi 

2,5 dl rúsínur
2,5 dl döðlur, saxaðar
2 dl  koktelber skorin í tvennt
100 g súkkat
2 msk sítrónusafi
2 msk appelsínusafi
1,5 dl sérrý
Blandið saman í skál og látið standa í ísskáp yfir nótt.
225 g smjör
225 g púðursykur
150 g rjómasúkkulaði með karamellukurli
4 egg
1 msk fínt rifinn sítrónubörkur
1 msk fínt rifinn appelsínubörkur
2 msk appelsínumarmelaði
300 g hveiti
2 tsk allrahanda
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
½ tsk salt

Setjið bökunarpappír í botn og hliðar. Þeytið smjör og sykur þar til létt. Blandið berki og marmelaði við. Bætið eggjum við, einu í einu. Sigtið hveiti út í og bætið við allrahanda, kanil ásamt ávöxtunum, múskati og salti (ef ávextirnir hafa ekki tekið allan vökvann upp, síið hann þá frá). Hrærið og hellið í formið. Bakið við 150°C í 100 mín.

SILLA PÁLS — ÁVAXTATERTURSÉRRÝJÓLINKAFFIMEÐLÆTI

— ÁVAXTAKAKA MEÐ SÚKKULAÐI OG SÉRRÝ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Allir bjóða öllum – Potluck party – Pálínuboð

sumargrill

Allir bjóða öllum - Potlock party - Pálínuboð. Hin svokölluðu Pálínuboð þekkja margir. Það eru boðin þar sem gestir koma með veitingarnar - allir bjóða öllum til veislu. Allsendis er óvíst að einhver sérstök Pálína eigi heiðurinn að nafninu. Líklegra er að hún Pálína með prikið hafi orðið kveikjan að nafninu*. 

Ítölsk peru- og möndlukaka

Ítölsk peru- og möndlukaka. Það er notalegt að finna ilminn af nýbökuðu kaffimeðlæti, einhver óútskýrð hlýja sem fylgir því. Peru- og möndlukakan er einföld og góð terta sem allir elska hana. Möndlumjölið gefur ljúffengt bragð sem passar vel með perunum. Kökuna má bera fram heita eða við stofuhita. Það má líka minnka smjörið og nota olíu á móti, þannig verður kakan ennþá mýkri og aðeins hollari. Bökum og bjóðum upp í kaffi

Fyrri færsla
Næsta færsla