Auglýsing
Jólakaka með súkkulaði, sérrýi og ávöxtum sérrý kaka terta jólin jólabakstur kanill koktelber kaffimeðlæti döðlur ÁVAXTAKAKA ávaxtaterta silla páls
Jólakaka með súkkulaði, sérrýi og ávöxtum. Mynd: Silla Páls

Ávaxtakaka með súkkulaði og sérrýi 

Þessi kaka er algjör sparikaka. Það er ágætt að pakka henni inn í álpappír og geyma þannig í ísskáp. Kakan geymist vel og bragðast afar vel.

ÁVAXTATERTURSÉRRÝJÓLINKAFFIMEÐLÆTI

.

Ávaxtakaka með súkkulaði og sérrýi 

2,5 dl rúsínur
2,5 dl döðlur, saxaðar
2 dl  koktelber skorin í tvennt
100 g súkkat
2 msk sítrónusafi
2 msk appelsínusafi
1,5 dl sérrý
Blandið saman í skál og látið standa í ísskáp yfir nótt.
225 g smjör
225 g púðursykur
150 g rjómasúkkulaði með karamellukurli
4 egg
1 msk fínt rifinn sítrónubörkur
1 msk fínt rifinn appelsínubörkur
2 msk appelsínumarmelaði
300 g hveiti
2 tsk allrahanda
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
½ tsk salt

Setjið bökunarpappír í botn og hliðar. Þeytið smjör og sykur þar til létt. Blandið berki og marmelaði við. Bætið eggjum við, einu í einu. Sigtið hveiti út í og bætið við allrahanda, kanil ásamt ávöxtunum, múskati og salti (ef ávextirnir hafa ekki tekið allan vökvann upp, síið hann þá frá). Hrærið og hellið í formið. Bakið við 150°C í 100 mín.

SILLA PÁLS — ÁVAXTATERTURSÉRRÝJÓLINKAFFIMEÐLÆTI

— ÁVAXTAKAKA MEÐ SÚKKULAÐI OG SÉRRÝ —

Auglýsing