Taktu Kollagen!
Í dag eru þrjár vikur síðan ég lenti í reiðhjólaslysi og tvíviðbeinsbrotnaði. Strax og ég náði sæmilega áttum var ég staðráðinn í að taka þetta föstum tökum; Að hjálpa líkamanum eftir fremsta megni að láta beinið gróa fljótt og vel. Það rifjaðist upp fyrir mér að Elísabet næringarfræðingur hafði oft hvatt mig til að taka kollagen prótein eftir fjallgöngur og æfingar. Auðvitað var hún með puttann á púlsinum, því sama dag og slysið varð komu frá henni skilaboð: Taktu Kollagen!
Af hverju ætti ég að taka kollagen?
Batinn hefur verið ótrúlega skjótur. Á hverjum degi í þrjár vikur hef ég tekið fullan skammt af hreinu kollageni frá Feel Iceland. Það sama og Thelma Ásdísardóttir sagði frá í viðtali í Íslandi í dag. Kollagenið er svo að segja bragðlaust og án allra auka- og fylliefna. Stundum hef ég sett það út í vatn og drukkið beint. Auk þess að taka Kollagenið þá fékk ég ráð frá henni Betu að taka vænan skammt af D-vítamíni, drakk daglega glas af Mysu og Sandra í Heilsu og útliti gaf mér góðan orkuríkan Power Cocktail frá FitLine með extra B-Vítamínum og fleiru. Ég trúi því að sinna vel næringu, líkamanum og ekki síður andlegu hliðinni hjálpi til við að líkaminn nái skjótum bata og ég verð kominn á fullt strax á nýju ári. Beta segir að kollagenið hjálpi beinunum að gróa því að í beinum er kollagen og kalk og ég þurfi bæði þessi efni til að flýta fyrir batanum. Þess vegna tek ég kollagen.
Bláberjachiagrautur
1/2 dl chiafræ
1 msk Feel Iceland kollagen
1 1/3 dl vatn
1/4 tsk sjávarsalt
1/2 tsk kanill
2 msk Grísk jógúrt
2 msk bláberjasulta
Blandið öllu saman og látið standa í um 20-30 mínútur
.
.