Marengsterta

Marengsterta marengs kornflex botn rjómi ávextir
Marengsterta

Marengsterta

Marengsbotnar:
6 eggjahvítur
2 ½ dl sykur
½ dl púðusykur
3 bollar kornflex

Aðferð: Stífþeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur. Bætið við kornflexi í lokin. Setjið á tvær plötur klæddar bökunarpappír, tvo jafnstóra hringi. Bakið á 130° í um 2 ½ klst. Látið kólna.

Súkkulaði:

200 g suðusúkkulaði
35 g smjör
2 eggjarauður
Rjómi

Aðferð: Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti á vægum hita takið af hellunni og látið kólna aðeins og setjið svo eggjarauður útí. Hrærið þar til allt er orðið vel blandað saman. Þynnið að vild með rjóma. ( misjafnt hvernig hver og einn vill hafa súkkulaðið).

Fylling:
7 dl rjómi
2 meðalstór epli
1 pk af súkkulaðihjúpuðu Oreokexi – saxað
10 stk jarðarber (meðalstór)

Aðferð:
Stífþeytið rjómann. saxið epli, jarðarber og Oreokex og bætið saman við. Setjið annann botninn á tertudisk, setjið súkkulaðið yfir þann botn svo rjómafyllinguna þar á og loks hinn botninn ofan á. Dreyfið súkkulaðinu yfir og skreytið með bláberjum, jarðarberjum.

Marengstertan var á boðstólnum ásamt fleira góðgæti hjá Kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit.

MARENGS — TERTURAKUREYRI

Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit
Kaffiveisla hjá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit

— MARENGSTERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ofnbakaður lax með brauðhjúp

fiskur

Ofnbakaður lax með brauðhjúp. Enn einn rétturinn úr Downton Abbey þáttunum. Ef vill má strá nokkrum kornum af raspi yfir fiskinn áður en hann fer í ofninn. Auðvitað þarf ekki að nota lax en eins og kunnugt er er feitur fiskur hollari og því um að gera að hafa það bak við eyrað.

Kunnið þér borðsiði?

Heimilisalmanak

Kunnið þér borðsiði? „Þó þér getið talað öll mál veraldarinnar og kunnið vel flesta mannasiði, er það lítils virði, ef þér kunnið ekki borðsiði svo vel, að þér getið borðað með hverjum sem er, og hvar sem er í heiminum.“

– Helga Sigurðardóttir, Heimilis almanak, 1942.

L´abri á Fáskrúðsfirði

L´abriL´abri

Í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, sem hýsir Fosshótel, er hinn bjarti og fallegi veitingastaður L´abri. Þar er eldað af metnaði undir frönskum áhrifum. Mikið var að gera á hótelinu og veitingastaðnum þegar við vorum fyrir austan á dögunum og vel bókað sumar, vetur, vor og haust. Það er vel þess virði að koma við á Fáskrúðsfirði, skoða snyrtilegan bæ og fá sér hressingu í Franska spítalnunum sem Minjavernd endurbyggði af miklum myndarbrag.

MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður

MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður

MatBar á Hverfisgötu - Framúrskarandi veitingastaður. Afslöppuð og heimilisleg upplifun, smart hönnun, framúrskarandi matur og persónuleg þjónusta.

Hverfisgatan er óðum að breytast í flottustu veitingahúsagötuna í Reykjavík. Má þar nefna Essensia, Michelin-staðinn Dill og Geira Smart. Nýjasti staðurinn er MAT BAR, sem sómir sér vel með stóru systrum sínum við götuna.