Ávextir og súkkulaði í marengsrjóma
Þeytið rjóma, hrærið saman við einni dós af vanilluskyri og fræjum úr einni vanillustöng. Brjótið marengs í frekar grófa bita og bætið saman við ásamt ferskum perum í bitum. Saxið Mars súkkulaði og blandið saman við. Setjið í form og skreytið með bláberjum og jarðarberjum.
Jóna Kristín kom með þessa dásemd á æfingu á Seyðisfirði í sumar
— JÓNA KRISTÍN — MARENGS — SKYR — SEYÐISFJÖRÐUR –
— ÁVEXTIR OG SÚKKULAÐI Í MARENGSRJÓMA —
.