Djúsí heilsuvöfflur

Djúsí heilsuvöfflur Diddúar Sigrún Hjálmtýsdóttir Alsælir kaffigestir í Túnfæti: Albert, Edda, Guðný, Bergþór, Ragnhildur ragga gísla duna glútenlausar vöfflur bananavöfflur diddú túnfótur
Djúsí heilsuvöfflur Diddúar

Djúsí heilsuvöfflur Diddúar

Það er ekkert leiðinlegt að vera boðinn í Túnfót í kaffi til Diddúar. Það er engu líkara en hún hafi ekkert fyrir öllum þessum veitingum, bara eins og hún hristi þær fram úr erminni. Á sunnudaginn var dásemdardagur hjá Diddú, þar voru þessar góðu vöfflur meðal annarra góðra veitinga og ég borðaði á mig gat….

— DIDDÚVÖFFLUR

.

Djúsí heilsuvöfflur Diddúar

1 bolli glútenlaust hveiti
1 bolli glútenlaust haframjöl
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. kanill
3 stappaðir bananar
2 egg (eða egg replaiser 2 tsk. og 60 ml. vatn)
Vanilla að vild
Kókos-eða haframjólk (þar til æskileg þykkt er komin á deigið)
2 msk. brædd kókosolía

Borið fram með bláberjum, sultu og rjóma.

DIDDÚVÖFFLUR

.

Alsælir kaffigestir í Túnfæti: Albert, Edda, Guðný, Bergþór, Ragnhildur og Sigrún
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn og salt

 

 

Matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn og salt. Berglind Guðmundsdóttir matarbloggvinkona mín er höfundur þessarar glæsilegu matreiðslubókar sem vel má mæla með. Bók með nýjum einföldum og fljótlegum uppskriftum við allra hæfi. Hægt er að panta bókina hér

 

Karrýkókospottréttur

Karrýkókospottréttur. Sumir réttir eru þannig að það er engu líkara en þeir breyti lífi manns, áhrifin verða svo mikil og eftirminnileg. Það á við um þennan grænmetispottrétt. Á fögru síðsumarskvöldi í gömlu húsi á Ísafirði bragðaði ég hann fyrst og át yfir mig...

Gulrótaterta með kasjúkremi

Gulrótaterta með kasjúkremi. Hrátertur fara vel í maga og eru hollar með eindæmum. Og öllum líkar, svei mér þá, það er að segja ef fólk fæst til að smakka í fyrsta skipti. Hentar fólki t.d. með eggja-, mjólkur- og glúteinóþol. Ef kakan klárast ekki, hún er jú saðsöm, má alveg frysta hans. Hún tapar ekki gæðum við frystingu. Endilega útbúið hrátertu (og bjóðið í kaffi)