Djúsí heilsuvöfflur

Djúsí heilsuvöfflur Diddúar Sigrún Hjálmtýsdóttir Alsælir kaffigestir í Túnfæti: Albert, Edda, Guðný, Bergþór, Ragnhildur ragga gísla duna glútenlausar vöfflur bananavöfflur diddú túnfótur
Djúsí heilsuvöfflur Diddúar

Djúsí heilsuvöfflur Diddúar

Það er ekkert leiðinlegt að vera boðinn í Túnfót í kaffi til Diddúar. Það er engu líkara en hún hafi ekkert fyrir öllum þessum veitingum, bara eins og hún hristi þær fram úr erminni. Á sunnudaginn var dásemdardagur hjá Diddú, þar voru þessar góðu vöfflur meðal annarra góðra veitinga og ég borðaði á mig gat….

— DIDDÚVÖFFLUR

.

Djúsí heilsuvöfflur Diddúar

1 bolli glútenlaust hveiti
1 bolli glútenlaust haframjöl
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. kanill
3 stappaðir bananar
2 egg (eða egg replaiser 2 tsk. og 60 ml. vatn)
Vanilla að vild
Kókos-eða haframjólk (þar til æskileg þykkt er komin á deigið)
2 msk. brædd kókosolía

Borið fram með bláberjum, sultu og rjóma.

DIDDÚVÖFFLUR

.

Alsælir kaffigestir í Túnfæti: Albert, Edda, Guðný, Bergþór, Ragnhildur og Sigrún
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu. Verð nú bara að fá að deila því með ykkur að ég fékk senda þessa dásamlegu matarmiklu körfu frá Búrinu. Þara er stórt stykki af Gráðaosti, Sandeman portvín (það má víst ekki segja Púrtvín lengur), einhverri dásamlegri fíkju, hnetukexi og ég veit bara ekki hvað og hvað. Það er bara fátt sem gleður mig meira þessa dagana. Gráðosturinn fær sparimeðferð og dekur hjá Búrverjum. Þar er nostrað við hann skrúbbaður vel og settur í Sandemans Portvínsbað í 3-4 vikur. Eftir þann tíma verður osturinn gullfallegur og vínrauður og öll sætan úr víninu fer djúpt inni ostinn... algjör dásemd með hægbakaðri fíkjukúlu frá Calabría 🙂

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu. „Vinur okkar hann Angantýr ákvað að útbúa glæsilegan og bragðgóðan forrétt" segir Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari sem býr og starfar í Brussel. Þau hjónin héldu matarboð fyrir nokkra vini sína. Fyrir utan aspasinn var boðið upp á Svanskjúkling í aðalrétt og í desert var einfaldur fljótlegur eftirréttur.

Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat - Salade de carottes râpées. Enn eru hér áhrif frá ferð okkar til Frakklands. Í einni af mörgum veislum var hlaðborð, þar var þetta guðdómlega gulrótasalat. Á meðan prúðbúnir gestir hlustuðu á allt of langar ræður laumaðist ég að borðinu tók myndir og smakkaði laumulega.

Mokkaterta

MOkkaterta

Mokkaterta. Sumar tertur verða betri daginn eftir. Áður hef ég nefnt hér að hrátertur verða alltaf betri, svei mér þá. Þessi tera er mun betri daginn eftir og því kjörin fyrir þá sem hafa ekki svo mikinn tíma. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og var annars vegar með Hnetuböku og svo þessa bragðgóðu Mokkatertu - það þarf varla að taka það fram að báðar kláruðust.