Djúsí heilsuvöfflur

Djúsí heilsuvöfflur Diddúar Sigrún Hjálmtýsdóttir Alsælir kaffigestir í Túnfæti: Albert, Edda, Guðný, Bergþór, Ragnhildur ragga gísla duna glútenlausar vöfflur bananavöfflur diddú túnfótur
Djúsí heilsuvöfflur Diddúar

Djúsí heilsuvöfflur Diddúar

Það er ekkert leiðinlegt að vera boðinn í Túnfót í kaffi til Diddúar. Það er engu líkara en hún hafi ekkert fyrir öllum þessum veitingum, bara eins og hún hristi þær fram úr erminni. Á sunnudaginn var dásemdardagur hjá Diddú, þar voru þessar góðu vöfflur meðal annarra góðra veitinga og ég borðaði á mig gat….

— DIDDÚVÖFFLUR

.

Djúsí heilsuvöfflur Diddúar

1 bolli glútenlaust hveiti
1 bolli glútenlaust haframjöl
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. kanill
3 stappaðir bananar
2 egg (eða egg replaiser 2 tsk. og 60 ml. vatn)
Vanilla að vild
Kókos-eða haframjólk (þar til æskileg þykkt er komin á deigið)
2 msk. brædd kókosolía

Borið fram með bláberjum, sultu og rjóma.

DIDDÚVÖFFLUR

.

Alsælir kaffigestir í Túnfæti: Albert, Edda, Guðný, Bergþór, Ragnhildur og Sigrún
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðað í Brussel – kaffihús, veitingastaðir, vöfflur, kræklingur, franskar og margt fleira gott

Borðað í Brussel. Á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo verður farin matar- og sælkeraferð til Brussel í haust. Við fórum og könnuðum aðstæður og prófuðum áhugavera staði og leituðum að bestu vöfflunni í Brussel. í Morgunblaðinu birtist grein um ferðina. Þar er bæði okkar upplifun og neðst nefndu nokkrir sem vel þekkja til í Brussel sína uppáhaldsstaði.

Flatbrauð/flatkökur

Flatbrauð. Reglulega hringi ég í móður mína til að fá hjá henni uppskriftir og ráðleggingar um eitt og annað er við kemur bakstri og fleiru. Nú var komið að því  að bretta upp ermar og steikja flatbrauð í fyrsta skipti..... Mamma veitti góð ráð eins og oft áður. Fyrir langa löngu heyrði ég gamla frænku mína segja að galdurinn við flatbrauðsdeigið væri að nota sjóðandi vatn saman við mjölið. Annars mun það hafa þekkst í gamla daga að konurnar báru feiti á hendurnar á sér áður en þær hófu að hnoða deigið. En við í nútímanum veljum góða matarolíu í deigið.