Auglýsing
Djúsí heilsuvöfflur Diddúar Sigrún Hjálmtýsdóttir Alsælir kaffigestir í Túnfæti: Albert, Edda, Guðný, Bergþór, Ragnhildur ragga gísla duna glútenlausar vöfflur bananavöfflur diddú túnfótur
Djúsí heilsuvöfflur Diddúar

Djúsí heilsuvöfflur Diddúar

Það er ekkert leiðinlegt að vera boðinn í Túnfót í kaffi til Diddúar. Það er engu líkara en hún hafi ekkert fyrir öllum þessum veitingum, bara eins og hún hristi þær fram úr erminni. Á sunnudaginn var dásemdardagur hjá Diddú, þar voru þessar góðu vöfflur meðal annarra góðra veitinga og ég borðaði á mig gat….

— DIDDÚVÖFFLUR

.

Djúsí heilsuvöfflur Diddúar

1 bolli glútenlaust hveiti
1 bolli glútenlaust haframjöl
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. kanill
3 stappaðir bananar
2 egg (eða egg replaiser 2 tsk. og 60 ml. vatn)
Vanilla að vild
Kókos-eða haframjólk (þar til æskileg þykkt er komin á deigið)
2 msk. brædd kókosolía

Borið fram með bláberjum, sultu og rjóma.

DIDDÚVÖFFLUR

.

Alsælir kaffigestir í Túnfæti: Albert, Edda, Guðný, Bergþór, Ragnhildur og Sigrún
Auglýsing