Auglýsing
Eplasprengja frá Húsavík Kvenfélagið á Húsavík eplaterta eplakaka terta kaka eplakaka með apríkósusultu apríkósusulta
Eplasprengja frá Húsavík

Með kaffinu hjá eldhressum kvenfélagskonum á Húsavík kom Ína með eplatertu sem er ólík öðrum sem ég hef bragðað á, hún hitar apríkósusultu og hellir yfir hana nýkomna úr ofninum. Mjög góð terta

Eplasprengja frá Húsavík
150 g smjör
250 g sykur
2 tsk vanillusykur
3 egg
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft
5-6 epli
1 dl sykur
1 1/2 tsk kanill
50 g möndluspænir
1 1/2 dl apríkósusulta
2 msk vatn
Hrærið smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós, bætið við eggjunum og hrærið vel á milli. Bætið vanillusykrinum út í, síðan hveiti og lyftidufti.
Setjið í smurt eldfast mót eða tertuform.
Stingið kjarnann úr eplunum og afhýðið. Skerið eplin og raðið ofan á deigið, stráið kanilsykri og möndluspæni þar ofan á.
Bakið við 175°C í 50-55 mín.
Hitið apríkósusultu og vatn og penslið tertuna með því meðan hún er heit.

SJÁ EINNIG: HÚSAVÍKEPLAKÖKUR

Auglýsing