Eplasprengja frá Húsavík

Eplasprengja frá Húsavík Kvenfélagið á Húsavík eplaterta eplakaka terta kaka eplakaka með apríkósusultu apríkósusulta
Eplasprengja frá Húsavík

Eplasprengja frá Húsavík

Með kaffinu hjá eldhressum kvenfélagskonum á Húsavík kom Ína með eplatertu sem er ólík öðrum sem ég hef bragðað á, hún hitar apríkósusultu og hellir yfir hana nýkomna úr ofninum. Mjög góð terta.

HÚSAVÍKEPLAKÖKURKVENFÉLÖG

.

Eplasprengja frá Húsavík

150 g smjör
250 g sykur
2 tsk vanillusykur
3 egg
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft
5-6 epli
1 dl sykur
1 1/2 tsk kanill
50 g möndluspænir
1 1/2 dl apríkósusulta
2 msk vatn
Hrærið smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós, bætið við eggjunum og hrærið vel á milli. Bætið vanillusykrinum út í, síðan hveiti og lyftidufti.
Setjið í smurt eldfast mót eða tertuform.
Stingið kjarnann úr eplunum og afhýðið. Skerið eplin og raðið ofan á deigið, stráið kanilsykri og möndluspæni þar ofan á.
Bakið við 175°C í 50-55 mín.
Hitið apríkósusultu og vatn og penslið tertuna með því meðan hún er heit.

HÚSAVÍKEPLAKÖKURKVENFÉLÖG

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Salsa tómatasalat – Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Ferskt tómat salsa. Ferskt og bragðmikið sumarsalat. Ef ykkur ofbýður að nota heilan chili þá má bara minnka hann. Salsa eins og hér er er sennilega oftast notað með mexíkóskum mat og inn í vefjur en tómatsalsa á einnig vel við sem meðlæti t.d. með grillmat. Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í öruggum höndum Marentzu Poulsen

Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum. Við fórum í dag og heimsóttum Marentzu Paulsen sem er heldur betur búin að blása lífi í Kjarvalsstaði. Þarna var setið við hvert einasta borð allan tímann sem við dvöldum á staðnum. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar og allar til góðs. Nokkrar breytingar til viðbótar eru á teikniborðinu að sögn Marentzu sem ætlar í vetur að bjóða upp á síðdegiste að enskum sið, Afternoon Tea, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Já látið ykkur hlakka til.