Ofnsteiktur kjúklingur með mangó chutney og karrý

Ofnsteiktur kjúklingur með mangó chutney og karrý Silla Páls
Ofnsteiktur kjúklingur með mangó chutney og karrý. Mynd Silla Páls

Ofnsteiktur kjúklingur með mangó chutney og karrý

1 kjúklingur skorinn í bita
salt, pipar og kjúklingakrydd
spergilkál í bitum
2 dl. kókosmjólk
6-7 hvítlauksrif
1 1/2 msk karrý
2 dl. Mango Chutney

150 g brætt smjör
1 b brauðrasp
rifinn ostur

Leggið kjúklingabitana í eldfast form. Kryddið með salti, pipar og kjúklingakryddi. Setjið saman í skál spergilkál, kókosmjólk hvítlauksrif, karrý og Mango Chutney, blandið vel saman og hellið yfir kjúklinginn. Bræðið smjör og bætið við 1 b af raspi. Setjið yfir kjúklinginn og eldið við 180°C í um 35 mín. Stráið þá rifnum osti yfir og bakið áfram í nokkrar mínútur.

KJÚKLINGURMANGÓ CHUTNEY

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarboð hjá Gunnari og Helenu – humarsúpa, nautasteik, Bernaise og súkkulaðiterta úr potti

Matarboð hjá Gunnari og Helenu. Heiðurshjónin Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir héldu matarboð og buðu nokkrum vinum sínum. Gunnar var í sveit heima í fjölmörg ár og stóð sig með stakri prýði enda hvers manns hugljúfi, vandvirkur og hörkuduglegur. Hann sér að mestu um matseldina á heimilinu en Helena bakar. Þau hjónin hafa áður komið við sögu hér, það var þegar þau bjuggu í Tyrklandi

Vinkvennakaffi Alberts

Vinkvennakaffi Alberts. Þær eru ólíkar hefðirnar svo ekki sé nú meira sagt. Allt frá því ég stofnaði og rak safnið um franska sjómenn og kaffihús í Templaranum á Fáskrúðsfirði var nokkrum góðum vinkonum boðið í síðdegiskaffi þegar ég kom aftur til borgarinnar að afloknu sumri. Þessi siður hefur nú haldist í tæp tuttugu ár. Núna er ég kominn til borgarinnar eftir blíðskapar sumar í Breiðdalnum og hélt hið árlegta vinkvennakaffi á dögunum. Hingað mættu prúðbúnar, sumarlegar dömur sem byrjuðu á því að skála í freyðivíni áður en þær settust við kaffiborðið.

Te er bæði hollt og gott

Te er bæði hollt og gott - IMG_0770

Te er bæði hollt og gott. Lengi vel drukku Íslendingar mikið te og á öldum áður var kaffi munaðarvara. Ætli te komi ekki næst á eftir vatni af þeim drykkjum sem vinsælastir eru í heiminum. Te er bæði svart, grænt, hvítt og oolong og koma víst allar af sömu plöntunni Camellia sinensis. Svo er ýmsu bætt við til að bæta og næra. Þið sem eigið ferska mintu í garðinum eða í potti í glugga ættuð að útbúa ykkur mintute.