Síðdegissamvera í Grensáskirkju

Ella Ósk Óskarsdóttir þúfnavellir EPLAKÖKURASP EPLAMAUK MÖÐRUVELLIR HÖRGÁRDALUR Pauline Charlotte Amalia Sæby séra ágúst sigurðsson prestur Dönsk eplakaka María ágústsdóttir Eva björk valdimarsdóttir grensáskirkja
Umkringdur prestum í Safnaðarheimili Grensáskirkju. María Ágústsdóttir, Albert og Eva Björk Valdimarsdóttir

Við sátum kærleiksríka samverustund með prestum og gestum í Grensáskirkju. María prestur bað okkur Bergþór að segja nokkur orð og á eftir snæddu allir saman súpu og eftirrétti sem prestarnir sáu um.

JÓLINÞÚFNAVELLIR

.

Dönsk eplakaka

Danska eplakakan kemur frá ömmu Maríu og nöfnu, Maríu Ágústsdóttur, en móðir hennar, Pauline Charlotte Amalia Sæby, var hálfdönsk. „Þessi kaka eða réttur var í miklu uppáhaldi hjá pabba, Ágústi Sigurðssyni frá Möðruvöllum, helst með miklum rjóma! Ég útbý þá dönsku af og til og þykir alltaf jafn mikið lostæti. Í tilefni aðventu og jóla bæti ég við möndluflögum, kókosflögum, þurrkuðum eplum og kanil en grunnuppskriftin er einföld, þeyttur rjómi, eplamauk og eplakökurasp. Verði ykkur að góðu.”

Dönsk eplakaka
1 poki eplakökurasp
1/2 l rjómi
1 krukka eplamauk
1 b smátt skorin þurrkuð epli
1 b kókosflögur
1 b möndluflögur
1 msk kanill

Stífþeytið rjómann. Blandið saman við raspið eplum, kókosflögum, möndluflögum og kanil
Setjið rasp, rjóma og eplamauk til skiptis í skál

Pavlova með sítrónu og súkkulaði
Pavlova með sítrónu og súkkulaði

Pavlova með sítrónu og súkkulaði
Eva Björg Valdimarsdóttir kom með undurgóða Pavlovu. „Hugmyndin að sítrónu og súkkulaði á kökuna kemur úr messuformi fyrir fjölskyldu stöðvamessu. Stöðvamessa gegnur út á þátttöku og þá göngum við um kirkjuna til þess að upplifa nærveru Guðs í gegnum skynfærin. Þegar við bítum í sítrónuna hugsum við um allt það súra í lífinu, það sem er erfitt, áskoranir og sorgir. Súkkulaðið tengum við við það góða og bjarta, fólkið í kringum okkur sem gerir lífið sætara og Guð sem er með okkur.” segir Eva Björg og bætir við að rjóminn sé að sjálfsögðu nauðsynlegur á Pavlovuna og bláberin voru valin af því þau passa vel með þessu gula.

Pavlovan

4 eggjahvítur
150 gr sykur
1 msk maizenamjöl
1 tsk balsamic edik
1 tsk vanilludropar

Eggjahvítur þeyttar og sykri svo bætt við smátt og smátt. Þegar eggjahvíturnar eru stífþeyttar þá er maizenamjöli, ediki og vanilludropum bætt við. Kakan bökuð við 150° í klukkutíma og svo látin kólna í ofninum (eða úti á svölum ef meður er að flýta sér).

250 ml rjómi þeyttur
Ein askja bláber

Sítrónukrem

1 egg
3 eggjarauður
1 dl flórsykur
1 sítróna, þ.e. börkur af einni og safi úr hálfri

Egg og sykur hrært saman þar til svaka létt og ljóst og sítrónusafa og svo berki bætt við.

Súkkulaðisósa

100 g súkkulaði 70%
50 gr smjör
3 msk akasíuhunang

Allt brætt saman í potti við vægan hita.

María Ágústsdóttir og Páll Bergþórsson. Tengdafaðir Páls, Baldur Guðmundsson á Þúfnavöllum í Hörgárdal, lék á orgel í messum hjá afa Maríu, séra Sigurði Stefánssyni á Möðruvöllum
Skóbót
Skóbót

Ella Ósk Óskarsdóttir kom með marengstertu með rjóma á milli, tertan kallast Skóbót.  LESA MÁ UM SKÓBÓT HÉR 

Skóbót
4 eggjahvítur
200 g púðursykur
1 msk kartöflumjöl
1/2 tsk lyftiduft
Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Bætið við kartöflumjöli og lyftidufti.
Mótið tvo botna, setjið þá í kaldan ofn, stillið á 150°C í 30 mín. Látið kólna.
Þeytið einn pela af rjóma og setjið á milli botnanna

Feðgarnir Páll og Bergþór

 

Albert, María Ágústsdóttir, Ella Ósk Óskarsdóttir, Eva Björk Valdimarsdóttir, Bergþór og Páll
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.