Matur er manns gaman – eða er það maður er manns gaman?

Kaffiborð

Matur er manns gaman – eða er það maður er manns gaman?

Það lærist með árunum að fara ekki banhungraður á tónleika eða í leikhús. Gaulandi garnir bæta ekki góða tónleika eða hjálpa leikurum í leikhúsinu. Það getur aukið ánægju góðrar leikhúsferðar að hittast áður eða á eftir og fá sér svolítið að borða. Þarf ekki að vera fullkomin máltíð. Ýmsir smáréttir eru hentugir, smáréttir sem hægt er að undirbúa áður.

SMÁRÉTTIRLEIKHÚSTÓNLEIKARKLÚBBARÉTTIR

Kaffi og gott meðlæti á alltaf vel við

Klúbbar eru bæði margir og fjölbreyttir. Í flestum er þó boðið upp á eitthvað matarkyns, enda gott að taka hlé frá fundarefninu og fá sér hressingu. Það er kjörið að nýta slíkar samkundur til að prófa nýja rétti. Gott er að hafa í huga að veislan, hver sem hún er, verður hvorki betri né glæsilegri eftir því sem veitingarnar eru fjölbreyttari. Ágætt að hafa fáar, en góðar tegundir og bjóða alltaf upp á eitthvað ósætt.

Sem endranær er skipulagið mikilvægt. Ef tími er knappur áður en gestir koma eða áður en haldið er af stað á viðburðinn, þarf að gera ráðstafanir svo ekki verði óþarfa stress á síðustu stundu. 

Maður er manns gaman eins og þar stendur. Njótum samveru með góðu fólki, fólki sem hefur góð og bætandi áhrif á okkur. Eyðum ekki orku í hina hahaha!

Það getur aukið ánægju góðrar leikhúsferðar að hittast áður eða á eftir og fá sér svolítið að borða. Ýmsir smáréttir eru hentugir, smáréttir sem hægt er að undirbúa áður.

SMÁRÉTTIRLEIKHÚSTÓNLEIKARKLÚBBARÉTTIR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.