Hvítar kókosmarengs smákökur

Hvítar kókosmarengs smákökur Dominika Vejskalová BLÁBJÖRg borgarfjörður eystri borgarfirði eystra TÉKKLAND
Hvítar kókosmarengs smákökur

Hvítar kókosmarengs smákökur

Dominika Vejskalová er frá Tékklandi. Hún hefur unnið í eldhúsi Blábjargar á Borgarfirði eystra síðustu tvö ár. Hún er mikill bakari og elskar að baka ásamt því að vinna úr íslensku hráefni. Þessar smákökur eru mjööööögg góðar.

SMÁKÖKURBORGARFJÖRÐURBLÁBJÖRG — MARENGS — TÉKKLAND

.

Dominika Vejskalová

Hvítar kókosmarengs smákökur

3 eggjahvítur
220 g sykur
30 ml vatn
140 gr kókosmjöl
50 gr flórsykur

krem
250 g smjör
100 g flórsykur
250 g kaldur búðingur (t.d. Original pudding frá Dr.Oetker)

Best er að undirbúa búðinginn fyrst. Sjóðið búðinginn með helmingi af mjólk svo hann verði þykkari, látið kólna.

Hrærið saman eggjahvítunum og 1/3 sykri þar til að hræran er hvít og froðukennd. Á meðan sjóðið rest af sykri og vatni þar til að hitastigið nær í 115°C. Þegar sykursírópið er komið í rétt hitastig lætur það renna varlega út í blönduna í hrærivélaskálinni og lætur hrærivélina vinna á meðan. Haldið áfram að hræra þar til að blandan verður mjög þykk, þá má setja út í blönduna flórsykur og kókosmjöli.

Setjið blönduna í rjómasprautu og búið til hringlaga skeljar. Hitið ofnin í 160°C og bakið kökurnar í 5 mínútur og lækkið svo hitann í 130°C og bakið áfram í ca 20 mín. Kökurnar eru tilbúnar þegar þær eru lausar frá bökunarpappírnum.

Krem
Hrærið mjúkt smjörið, setjið flórsykur út í smjörið, í lokin setjið þið búðinginn út í með matskeið eftir matskeið.

Krem sett á milli tveggja skelja.

SMÁKÖKURBORGARFJÖRÐURBLÁBJÖRG — MARENGS — TÉKKLAND

— HVÍTAR KÓKOSSMÁKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Café París í Austurstræti

Café París í Austurstræti. Nýlega var Café París í miðbæ Reykjavíkur tekið hressilega í gegn og endurskipulagt í einu og öllu. Hið nýja Café París er einkar vel heppnað, Parísarstemningin allsráðandi og mættu gömlu Íslendingastaðirnir í París, eins og Select og Café de Flore herma svolítið eftir. Allt er vandað og gerðarlegt, diskar merktir staðnum, hnífapör vegleg og þjónar bæði frjálslegir og þægilegir og fallega klæddir í hvítum skyrtum með stórar síðar brúnar svuntur. Staðsetningin er auðvitað ein sú besta á landinu og stéttin ein sú veðursælasta, enda fyllist hún við Austurvöll á augabragði, ef sést til sólar og þarf ekki alltaf sólskin til.

Rice krispies múffur

Rice krispies múffur. Það sem mér hefur helst þótt að Rice Krispies kökum/múffum er að oft er allt of mikið að sírópi og stundum notaður sykur líka - gleymum ekki að Rice Krispies eitt og sér er hlaðið sykri. Þorbjörg kom með Rice krispies múffur í föstudagskaffið í vinnunni sem voru ekki dýsætar. Annars eigum við að taka höndum saman og minnka sykur í mat.

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið - ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann og endi með fullt fangið af ostum og fleiru. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila - áður en þið farið í búðina ;)