Sara Daimharða, Jólífukúlur og Smjörkökur með pekanhnetum

Smákökusmakk konráð jónsson rannveig þórarinsdóttir Berglind Einarsdóttir á Djúpivogur jólasmákökur sörur smjörkökur smákökur bjólabakstur ólífukúlur jólífukúlur
Smákökusamkeppni Konráðs og Rannveigar

Smákökusmakk. Konráð og Rannveig buðu nokkrum vinum sínum að taka þátt í smákökusamkeppni heima hjá sér og fengu okkur Bergþór til að dæma. Mikill metnaður var hjá öllum, enda til mikils að vinna. Erla Dóra Vogler kom með tvær tegundir sem lentu í fyrsta og öðru sæti. DaimSörurnar bræddu okkur alveg niður. Hrafnhildur Árnadóttir varð í þriðja sæti með smjörkökur með pekanhnetum. Allar voru smákökurnar góðar og verðlaunavirði

Erla Dóra með svuntuna fínu sem hún fékk fyrir verðlaunakökurnar
SARA DAIMHARÐA

SARA DAIMHARÐA

Botn:
100 g möndlur (í bitum eða flögum)
100 g pekanhnetur (brotnar niður)
200 g flórsykur
3 eggjahvítur

Stífþeyta eggjahvíturnar í drasl. Blanda möndlunum, pekanhnetunum og flórsykrinum varlega saman við eggjahvíturnar með sleikju. Setja u.þ.b. eina tsk á plötuna fyrir hverja köku og baka við 180°C í um 12 mín (þangað til þær eru aðeins byrjaðar að gyllast). Kæla á eftir.

Krem/ís:
4 dl rjómi
3 eggjarauður
100 g sykur
4 tsk daim súkkulaðiplötur eða aðeins muldar kúlur (minna plastrusl af því)

Stífþeyta rjómann og brjóta daimið (ekki of smátt því það er undarlega fullnægjandi að tyggja það). Þeyta eggjarauður og sykur vel saman (sykur á að bráðna alveg). Blanda rjómanum og súkkulaðinu varlega en vel saman við eggjakremið.

Samsetning:
Köldu botnarnir teknir og kremi skafið á neðri hlið þeirra og fryst. Þegar allt er orðið frosið þá er hægt að dýfa kremhlutanum í súkkulaði til að verja kremið frá því að klístrast út um allt, þar sem það bráðnar heldur hratt við stofuhita (enda ís). Hins vegar þá eru þær eiginlega betri að mínu mati án súkkulaðihjúpsins
Þetta er mín eigin útfærsla og mix, annars vegar á daimtertu – sem mamma gerði alltaf í “gamla daga” (og fékk alltaf sérstakan ljóma þar sem í botninum voru handtíndar pekanhnetur frá búgarði afa og ömmu í Bandaríkjunum), og sörunum sem ég hef aldrei náð að verða sérstaklega veik fyrir því ég fæ dálitla klýju af smjörkenndu kreminu.

JÓLÍFUBOLLUR

JÓLÍFUBOLLUR. Í öðru sæti urðu Jólífubollur „Uppskriftina fékk ég fyrir nokkrum árum frá þeim mikla matgæðingi og snillingi Berglindi Einarsdóttur á Djúpavogi. Þær hafa verið árviss jólaviðburður síðan.” segir Erla Dóra

Jólífubollur

350 g rifinn ostur (t.d. parmesan og óðalsostur eða piparostur)
300 g hveiti
300 g smjör
1 tsk Worcestershire sósa (eða sojasósa og kannski aðeins meira en tsk)
Fylltar ólífur
Chili og hvítlauksduft á hnífsoddi (hann má alveg vera í stærra lagi og fínt að nota chiliflögur – má alveg smakka til deigið)

Blanda öllu nema ólífunum í skál og hnoða í deig. Móta litlar kúlur, gera gat með fingrinum, troða ólífu í og loka fyrir. Baka í u.þ.b. 10 mín (eða þangað til þær verða gylltar) við 200 °C.

Hrafnhildur Árnadóttir lenti í þriðja sæti með þessum smjörkökum

  Smjörkökur með pekanhnetum

250 g smjör, mjúkt
100 g púðursykur
50 g kókospálmasykur
300 g hveiti
2-3 msk rjómi

100 g appelsínusúkkulaði
100 g hvítt súkkulaði

50 g pekanhnetur, grófsaxaðar
50 g macadamia-hnetur, grófsaxaðar

Smjöri og sykri hrært vel saman og svo hveiti og rjóma bætt út í.
Grófsöxuðu súkkulaði og hnetum svo blandað saman og kúlur gerðar úr deginu. Svo er aðeins þrýst á kúlurnar til að fletja þær út áður en kökurnar eru bakaðar við 160 gráður í 25 mínútur.

Eftir að kökurnar hafa kólnað má svo skreyta þær með bráðnu súkkulaði og hnetum.

Sörur eða ekki sörur
JÓLÍFUBOLLUR
JÓLÍFUBOLLUR
Smjörkökurnar
Verðlaunakökurnar
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla