Auglýsing
Elínarkökur Methúsalem Methúsalemsson Vopnafjörður Albert og Fanney Hauksdóttir við Hjáleiguna Elín Metúsalemsdóttir burstarfell vopanfjörður vopnafirði hjáleigan Jakobína Soffía Grímsdóttir
Elínarkökur

Elínarkökur

Í eftirminnilegri heimsókn okkar á Bustarfell í Vopnafirði fengum við Elínarkökur. Elín Methúsalemsdóttir var síðasta húsfreyjan í gamla bænum á Bustarfelli. Fanney vert á Hjáleigunni fékk uppskriftina hjá afkomendum Elínar sem minnast hennar þegar þær eru bakaðar og borðaðar, enda hafa allir ættleggir frá henni fengið uppskriftina og bakað kökurnar góðu. Elín lést í júní 2019 og í jarðarförinni hennar var m.a. boðið uppá þessar kökur, sem hún gerði í sinni húsfreyjutíð alltaf fyrir hátíðir. Uppskriftina fékk Elín hjá móður sinni Jakobínu Soffíu Grímsdóttur, eiginkonu Methúsalems Methúsalemssonar.

— VOPNAFJÖRÐURSMÁKÖKURHÚSFREYJAELÍN

.

Elínarkökur

100 g smörlíki
1 b sykur
1 b púðursykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
2 b hveiti
1 tsk salt
1 tsk natron
100 g suðusúkkulaði saxað.
Hnoðað, búnar til litlar kúlur og aðeins flattar út með fingri. Bakað við 175 gráður C. í 15. mín.

 

Albert og Fanney Hauksdóttir við Hjáleiguna

— VOPNAFJÖRÐURSMÁKÖKURHÚSFREYJAELÍN

— ELÍNARKÖKUR —

Auglýsing