Ananasterta með biscottibotni (þarf ekki að baka)

Ananasterta með biscottibotni (þarf ekki að baka) Stofnfélagar Hins íslenska Royalistafélags frá vinstri: Ragnheiður, Hildur Ýr, Svanhvít V. Svanhvít Þ, Guðrún Valborg guðrún guðjónsdóttir og Árdís Hulda terta kaka ananas biscotti kanill ananas frómas
Ananasterta með biscottibotni

Ananasterta með biscottibotni

Það er gott ráð að útbúa tertuna með góðum fyrirvara því fyllingin er þónokkra stund að stífna. Annað hvort að gera fyllinguna daginn áður og láta standa í ísskáp eða það sem er enn betra að útbúa alla tertuna daginn áður

— BISCOTTIANANASROYAL

.

Stofnfélagar Hins íslenska Royalistafélags frá vinstri: Ragnheiður, Hildur Ýr, Svanhvít V. Svanhvít Þ, Guðrún Valborg og Árdís Hulda

Ananasterta með biscottibotni

botn:
270 g biscotti
70 g smjöri, brætt
2-3 msk góð olía

fylling:
3 dl KEA vanilluskyr
2 dl rjómi
150 g hvítt súkkulaði
1 1/2 msk sítrónusafi
1 tsk vanilla

ofan á:
2 litlar dósir ananas í bitum
3-4 matarlímsblöð

botn:
Setjið biscotti í matvinnsluvél og malið frekar fínt. Setjið í skál og blandið smjöri og olíu saman við og setjið í smelluform.

fylling:
Setjið allt í pott og hitið þangað til súkkulaðið er bráðnað. Látið kólna. Setjið yfir botninn.

ofan á:
Hellið ananassafanum í skál, látið matarlímið út í og bræðið í vatnsbaði. Maukið ananas í matvinnsluvél og setjið í skál. Blandið matarlíminu saman við og hellið yfir fyllinguna. Kælið í nokkrar klukkustundir í ísskáp.

— BISCOTTIANANASROYAL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Flóran, café bistró

  Flóran 

Flóran, café bistró í Grasagarðinum. Margt hef ég lært af Marentzu Paulsen í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun kaffihúss á Egilsstöðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!

Fíkju- og apríkósubrauð

Fíkju- og apríkósubrauð. Mjög gott og hollt brauð sem er ekki of sætt. Eggjalaust og fitulaust. Það er gaman að bíta í fíkjubitana og finna hvernig smellur í þeim...  Á heimilinu var að vísu ekki til nema einn bolli af spelti svo ég hafði annan af heilhveiti. Svo voru teskeiðarnar af kanil vel kúfaðar

Bergþór Bjarnason Francheteau með matarboð í Frakklandi

Vestmannaeyjingurinn Bergþór Bjarnason Francheteau hefur búið í Frakklandi í fjölmörg ár, hann tók ljúflega í að verða gestabloggari „Í upphafi ætlaði ég að hafa suðræna stemningu á borðum enn svo blandaðist þetta allt saman og á endanum var ögn af Íslandi á boðstólum í bland við suðrænt og fleira. Við Olivier, maðurinn minn, vorum nýlega heima að halda upp á áttræðisafmæli pabba og því dáltítið af íslenskum vörum í ísskápnum.