
Ananasterta með biscottibotni
Það er gott ráð að útbúa tertuna með góðum fyrirvara því fyllingin er þónokkra stund að stífna. Annað hvort að gera fyllinguna daginn áður og láta standa í ísskáp eða það sem er enn betra að útbúa alla tertuna daginn áður
.

Ananasterta með biscottibotni
botn:
270 g biscotti
70 g smjöri, brætt
2-3 msk góð olía
fylling:
3 dl KEA vanilluskyr
2 dl rjómi
150 g hvítt súkkulaði
1 1/2 msk sítrónusafi
1 tsk vanilla
ofan á:
2 litlar dósir ananas í bitum
3-4 matarlímsblöð
botn:
Setjið biscotti í matvinnsluvél og malið frekar fínt. Setjið í skál og blandið smjöri og olíu saman við og setjið í smelluform.
fylling:
Setjið allt í pott og hitið þangað til súkkulaðið er bráðnað. Látið kólna. Setjið yfir botninn.
ofan á:
Hellið ananassafanum í skál, látið matarlímið út í og bræðið í vatnsbaði. Maukið ananas í matvinnsluvél og setjið í skál. Blandið matarlíminu saman við og hellið yfir fyllinguna. Kælið í nokkrar klukkustundir í ísskáp.
.