Gjafaleikur – vinsælustu uppskriftir ársins – taktu þátt

Þrjár vinsælustu uppskriftirnar árið 2019 – vegleg verðlaun

Eins og undanfarin ár verður birtur topp tíu listinn yfir vinsælustu uppskriftir ársins. Að þessu sinni er skemmtilegur gjafaleikur:

-Deilið þessari færslu eða uppáhalds uppskriftinni ykkar af alberteldar.com á Facebook

-Skrifið í athugsemd hvaða uppskriftir verða í þremur efstu sætunum yfir vinsælustu uppskriftir ársins. Munið að taka fram 1. 2. og 3. sæti

Í aðalverðlaun er gisting og kvöldverður fyrir tvo á Hótel Húsafelli. Fyrir annað og þriðja sæti: Smakkmatseðill á Apótekinu fyrir tvo.

Dregið verður úr réttum svörum 27. desember kl. 16

FIMMTÁN vinsælustu færslurnar árið 2019 (ath. að velja aðeins þrjár og númera):

Hjónabandssæla

Kaldur rækjuréttur

Kryddbrauð mömmu

Rabarbarapæ Alberts

Karamellutertan góða

Sykurbrúnaðar kartöflur

Jarðarberja- og Baileysterta

Peruterta, þessi gamla góða

Vöfflur – klassíska uppskriftin

Þreföld skírn og óvænt gifting

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat

Skúffukaka sem klikkar aldrei

Ostasalat – eitt það allra besta

Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

Kaldur brauðréttur – klárlega einn sá besti og fljótlegasti

Vinsælustu færslur síðustu ára: 20182017201620152014

e.s. þær þrjár uppskrifir sem voru á toppnum í fyrra eru þar ekki í ár (Rabarbarapæ Alberts, Peruterta og Jarðaberja- og Baileysterta) – þá eru bara eftir tólf 🙂 

Apótek, kitchen + bar
Apótek, kitchen + bar

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grænmetissúpa Magneu Tómasdóttur

 

Grænmetissúpa Magneu. Á meðan ég skrifaði í Gestgjafann varð til þáttur í blaðinu sem kallaðist: Óperusöngvari eldar! (eins og það sé einhver stórfrétt að þeir eldi). Magnea Tómasdóttir eldaði grænmetisrétti í eitt af haustblöðunum. Í greininni kemur fram að hún hafi slegið í gegn í óperunni Hollendingnum fljúgandi og staðið sig með prýði í alþjóðlegri keppni Wagner-söngvara í Þýskalandi. Meðal þess sem Magnea eldaði fyrir blaðið var þessi dásamlega súpa.

 

Fíflasmákökur

Fíflasmákökur

Fíflasmákökur. Það er gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu, ég sá á netinu hafrasmákökur með fíflablómum í. Já! hljómar framandi í fyrstu en hver segir að smákökur tengist bara jólunum. Nýtum okkur túnfíflana á meðan þeir eru.

Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Grænmetislasagna. Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.