Gjafaleikur – vinsælustu uppskriftir ársins – taktu þátt

Þrjár vinsælustu uppskriftirnar árið 2019 – vegleg verðlaun

Eins og undanfarin ár verður birtur topp tíu listinn yfir vinsælustu uppskriftir ársins. Að þessu sinni er skemmtilegur gjafaleikur:

-Deilið þessari færslu eða uppáhalds uppskriftinni ykkar af alberteldar.com á Facebook

-Skrifið í athugsemd hvaða uppskriftir verða í þremur efstu sætunum yfir vinsælustu uppskriftir ársins. Munið að taka fram 1. 2. og 3. sæti

Í aðalverðlaun er gisting og kvöldverður fyrir tvo á Hótel Húsafelli. Fyrir annað og þriðja sæti: Smakkmatseðill á Apótekinu fyrir tvo.

Dregið verður úr réttum svörum 27. desember kl. 16

FIMMTÁN vinsælustu færslurnar árið 2019 (ath. að velja aðeins þrjár og númera):

Hjónabandssæla

Kaldur rækjuréttur

Kryddbrauð mömmu

Rabarbarapæ Alberts

Karamellutertan góða

Sykurbrúnaðar kartöflur

Jarðarberja- og Baileysterta

Peruterta, þessi gamla góða

Vöfflur – klassíska uppskriftin

Þreföld skírn og óvænt gifting

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat

Skúffukaka sem klikkar aldrei

Ostasalat – eitt það allra besta

Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

Kaldur brauðréttur – klárlega einn sá besti og fljótlegasti

Vinsælustu færslur síðustu ára: 20182017201620152014

e.s. þær þrjár uppskrifir sem voru á toppnum í fyrra eru þar ekki í ár (Rabarbarapæ Alberts, Peruterta og Jarðaberja- og Baileysterta) – þá eru bara eftir tólf 🙂 

Apótek, kitchen + bar
Apótek, kitchen + bar

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.