Gjafaleikur – vinsælustu uppskriftir ársins – taktu þátt

Þrjár vinsælustu uppskriftirnar árið 2019 – vegleg verðlaun

Eins og undanfarin ár verður birtur topp tíu listinn yfir vinsælustu uppskriftir ársins. Að þessu sinni er skemmtilegur gjafaleikur:

-Deilið þessari færslu eða uppáhalds uppskriftinni ykkar af alberteldar.com á Facebook

-Skrifið í athugsemd hvaða uppskriftir verða í þremur efstu sætunum yfir vinsælustu uppskriftir ársins. Munið að taka fram 1. 2. og 3. sæti

Í aðalverðlaun er gisting og kvöldverður fyrir tvo á Hótel Húsafelli. Fyrir annað og þriðja sæti: Smakkmatseðill á Apótekinu fyrir tvo.

Dregið verður úr réttum svörum 27. desember kl. 16

FIMMTÁN vinsælustu færslurnar árið 2019 (ath. að velja aðeins þrjár og númera):

Hjónabandssæla

Kaldur rækjuréttur

Kryddbrauð mömmu

Rabarbarapæ Alberts

Karamellutertan góða

Sykurbrúnaðar kartöflur

Jarðarberja- og Baileysterta

Peruterta, þessi gamla góða

Vöfflur – klassíska uppskriftin

Þreföld skírn og óvænt gifting

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat

Skúffukaka sem klikkar aldrei

Ostasalat – eitt það allra besta

Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

Kaldur brauðréttur – klárlega einn sá besti og fljótlegasti

Vinsælustu færslur síðustu ára: 20182017201620152014

e.s. þær þrjár uppskrifir sem voru á toppnum í fyrra eru þar ekki í ár (Rabarbarapæ Alberts, Peruterta og Jarðaberja- og Baileysterta) – þá eru bara eftir tólf 🙂 

Apótek, kitchen + bar
Apótek, kitchen + bar

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Avókadó hrákaka – „Vá, þvílíka kakan!!”

Avókadó hrákaka - „Vá, þvílíka kakan!!". Seint hætti ég að dásama hrátertur. Þær eru ekki bara hollar heldur líka ljúffengar. Svo er avókadó fullt af góðum fitum. Þessa fallegu ljósgrænu hollustutertu fór vinkona mín með í vinnuna og einn vinnufélagi hennar sagði „Vá, þvílíka kakan!!"

Konfektterta

Konfektterta. Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Einu sinni voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Sigurbjörg frænka mín Bjarnadóttir bakaði Konfekttertu og kom með. Alveg stórfín terta sem ber nafn með rentu.

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)
Töluvert er hér notað af útlendu berjamauki (syltutöj). Er það illa farið, því að bæði er það óhollasta ávaxtanautnin og útlenda berjamaukið oft svikið, og sorglegt að vita til þess, hve miklir peningar fara út úr landinu fyrir það og saft, sem lítið á skylt við ávexti, sem að eins er sykurlögur litaður með anilínlit. Af innlendum ávöxtum höfum vér aðallega ber. Rabarbara má nota á sama hátt sem ávexti (handa heilbrigðu fólki). Rabarbari ætti að vera til á hveru einasta íslenzku heimili, því að hann getur vaxið svo að segja fyrirhafnarlaust.