Dalvíkingar hafa sýnt okkur að þeir hugsa stórt og standa saman sem einn maður. Í Menningarhúsinu Bergi komu íbúar á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu viðbragðsaðila sem unnu gríðarlega gott og óeigingjarnt starf við hættulegar og erfiðar aðstæður í ofsaveðrinu á dögunum.
Þakklætisstundin í Bergi var sérstaklega hugsuð til að sýna virðingu í verki og koma á framfæri þakklæti til björgunarfólks, vinnuhópa og allra þeirra fjölmörgu sem komu að.
Heimamenn komu með veitingarnar á gríðarstórt hlaðborð. Eins og sjá má á myndunum var þar hvergi skorið við nögl. Dalvíkingar eiga svo sannarlega skilið hrós fyrir þetta fyrirmyndarframtak
DALVÍK — KAFFIVEISLA —
Myndirnar tók Guðný Sigríður Ólafsdóttir