Það er ekki svo flókið að útbúa góða hnetusteik
— HNETUSTEIK —
.
Sveppahnetusteik
1/2 b ólífuolía
2 stilkar sellerí, saxaðir
1 stór laukur, saxaður
2 b fínt saxaðir sveppir
2 tsk rósmarín
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
1/3 b saxaðir sólþurrkaðir tómatar
1/3 b hvítvín
3 egg
1 b rasp
1 tsk lyftiduft
1 b saxaðar valhnetur
1/2 b sólblómafræ
1/2 b tómatsósa
Hitið olíuna á pönnu léttsteikið sellerí og lauk. Bætið við sveppum og kryddi og steikið áfram þar til sveppirnir hafa tekið fallegan lit (ca 4 mín). Bætið við sólþurrkuðum tómötum, og hvítvíni – látið sjóða í um 2 mín. kælið
Hrærið saman eggjum, raspi, lyftidufti, tómatsósu og bætið út í sveppablönduna ásamt valhnetum og sólblómafræjum. Bakið í ofni 150° í um klst. Látið standa í 10-15 mín áður en þið skerið niður.
Sveppasósa með hnetusteik
1 1/2 b niðursneiddir sveppir
2 b grænmeti, t.d.gulrætur, sellerí, lauk,
5 msk góð olía
2 hvítlauksrif, söxuð
2-3 msk villisveppir, saxaðir
1 tsk estragon
1 tsk timian
grænmetiskraftur
salt og pipar
1/2 b kókosmjólk
2-3 msk sérrý
sósulitur ef þarf
Steikið sveppi á pönnu í olíu, bætið við grænmetinu og villisveppunum. Kryddið. bætið við kókosmjólk og sérrýi og sjóðið í um 10 mín.
Maukið í blandara eða með töfrasprota. Þykktin á sósunni ákvarðast af magni kókosmjólkurinnar, þannig að nauðsynlegt er að fylgjast vel með þegar hún er sett út í.
MEÐLÆTIÐ:
Sætkartöflumús með hvítu súkkulaði
Eplasalat með súkkulaði og gráfíkjum
— JÓLIN — HNETUSTEIK – HÚSFREYJAN – SILLA PÁLS –
.