Templarinn á Fáskrúðsfirði

Góðtemplarastúkan Elding Félagsheimilið Skrúður templarastúka Templarinn góðtemplarahúsið góðtemplarahús fáskrúðsfjörður fáskrúðsfirði georg georgsson hnúajárn dansleikur ball fransmenn á íslandi
Templarinn á Fáskrúðsfirði

Templarinn. Um aldamótin 1900 lét Góðtemplarastúkan Elding á Fáskrúðsfirði byggja húsið.

Templarinn var sannkallað menningarhús, hýsti m.a. samkomur bindindisfélags, leik- og söngstarfsemi, íþróttasýningar, þingmálafundi, veitingasamkomur, jólatrésskemmtanir og kvikmyndasýningar hófust þar fyrir 1930. Í nokkur ár var messað í Templaranum á meðan Fáskrúðsfjarðarkirkja var í byggingu. Um tíma var þar skóvinnustofa og fjölmargt annað. A.m.k. þrisvar var byggt við Templarann, þar var búið, bæði í risinu og í kjallarnum.
Þá eru ótaldir allir dansleikirnir. Á vormánuðum 1926 var í Templaranum eftirminnilegt ball sem Georg Georgsson ræðismaður Frakka stóð fyrir. Hann bauð stúlkum bæjarins til dansleiks sem og áhöfn af frönsku eftirlitsskipi/herskipi. Íslensku piltarnir voru ekki ánægðir með slíka framkomu, ruddust inn á ballið og upphófust mikil slagsmál sem að lokum bárust út á götu. Morguninn eftir fannst hnúajárn sem við vitum ekki hvort tilheyrði Frökkum eða Íslendingum
Templarinn var félagsheimili til ársins 1963, þegar Félagsheimilið Skrúður var tekið í notkun.
Í lok síðustu aldar þóttu einhverjum sveitastjónarmönnum lítið til hússins koma og barist var fyrir því að jafna það við jörðu. Áhugasamir heimamenn tóku höndum saman og björguðu Templaranum. Safnið Fransmenn á Íslandi var til húsa í Templaranum allt þangað til Franski spítalinn var endurgerður.

🇫🇷 🇮🇸

Manntal 1 nóvember 1901. þá búa í Búðakauptúni 272 manns í 31 húsi.
Templarahús:
Soffía Sigfúsdóttir 35 ára f í Vallanessókn (verður ekkja 1900)
Þórður Elísson 10 ára sonur hennar
Sigurbjörg Elísdóttir 9 ára dóttir hennar
Vilhelmína Elísdóttir 6ára dóttir hennar.

Manntal 1910, Templari:
Halldór Ólafsson f 22.10. 1856
Anna Sveinsdóttir f. 10.10. 1858
Björgólfur Halldórsson f. 7.10.1893 Sonur þeirra
Þórður Árnason f. 14.2. 1866 Leigjandi
Sigurbjörg Sigurðardóttir f 17.2. 1868 kona hans
Daníel Þórðarson f. 16.4.1892 Barn þeirra
Helgi Þórðarson f. 21.9.1896 Barn þeirra
Aðalbjörg Þórðardóttir f. 8.11.1898 Barn þeirra
Jóhannes Þórðarson f. 12.2.1902 Barn þeirra
Elís Júlíus Þórðarson f. 22.7. 1904 Barn þeirra
Pálmi Sigurður Þórðarson f. 22.5.1906 Barn þeirra
Sveinbjörg Halldórsdóttir f. 20.5. 1892 Barn

Í manntali frá 2 desember 1940 er sagt að Templarinn sé 30-40 ára
Þar búa þá Sigurbjörn Sveinsson og Helga Stefánsdóttir ásamt börnum sínum Stefáni, Kristínu og Oddnýju.

Manntal 2 des 1940, Templari
Sigurður Þórðarson f. 15.11.1873
Ingibjörg Salóme Magnúsdóttir f. 10.8.1880
Helgi Sigtryggur Sigurðsson f. 22.10.1880 (sonur)
Jón Vídalín Sigurðsson f. 4.1.1913 (sonur)
Bjarni Guðjón Björn Sigurðsson 4.1.1913 (sonur)
Vilmundur Sigurðsson, gestur, til heimilis Miðskeri Hornafirði f. 1889
Jónína Magnúsdóttir f. 3.6.1870 á Eyjólfsstöðum Beruneshr.
Ingi Björgvin Sveinsson f. 26.7? 1907 í Hvalnesi Stöðvarfirði

🇫🇷

FRANSKIR SJÓMENNFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGEORG GEORGSSONTEMPLARINN — FRANSKI SPÍTALINN

— TEMPLARINN —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.