Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði

Georg Georgsson franskur konsúll, læknir og yfirmaður spítalans Hoffell hoffellið búðir líkhúsið Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði Frakkar reistu á Íslandi þrjá spítala, Un article, avec un résumé français, sur l'hôpital français à Fáskrúðsfjörður, construit en 1904. þann fyrsta 1902 í Reykjavík með 20 rúmum, annan á Fáskrúðsfirði með 17 rúmum og þann þriðja 1906 í Vestmannaeyjum með 9 rúmum. Arkitektinn M. Bald teiknaði spítalana í Reykjavík og á Fáskrúðsfirði sem eru nánast eins. franskir sjómenn fransarar frakkar Templarinn læknishúsið georg læknir
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði, litla húsið fyrir aftan spítalann er Líkhúsið

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði 

Frakkar reistu á Íslandi þrjá spítala, þann fyrsta 1902 í Reykjavík með 20 rúmum, annan á Fáskrúðsfirði með 17 rúmum og þann þriðja 1906 í Vestmannaeyjum með 9 rúmum. Arkitektinn M. Bald teiknaði spítalana í Reykjavík og á Fáskrúðsfirði sem eru nánast eins.

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði var byggður 1903, tekinn í notkun ári síðar og opinn allt árið til 1914 en eftir það yfir vertíð Frakka hér, til 1928. Húsið var á steinsteyptum grunni. Í kjallara var: eldhús, búr, þvottahús, salerni, diesel rafstöð, geymsluherbergi ásamt forstofu. Þar voru 6 sjúkrastofur þar af 3 einbýlisstofur, alls rúm fyrir 17 sjúklinga. Skurðstofa, einangrunarstofa fyrir berkla- og taugaveikisjúklinga, lyfjaherbergi, bókastofa og nokkur herbergi fyrir hjúkrunarfólk. Líkhús var norðan við spítalann.

— FÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR SJÓMENNFRAKKLANDFRÖNSK ÖRNEFNI Á ÍSLANDI

.

Yfirlæknirinn Georg Georgsson Fransmenn á Íslandi pecheur d'islande var afbragðs skurðlæknir, stjórnaði spítalanum og var um leið franskur konsúll og fulltrúi Franska spítalafélagsins. Fáskrúðsfjörður Templarinn læknishúsið spítalinn
Georg Georgsson franskur konsúll, læknir og yfirmaður spítalans

Fram til 1. janúar 1907 hafði spítalinn tekið á móti 91 sjúklingi, frönskum og „útlendum” og legudagar orðnir 2953. Yfirlæknirinn Georg Georgsson var afbragðs skurðlæknir, stjórnaði spítalanum og var um leið franskur konsúll og fulltrúi Franska spítalafélagsins.

Eftir að spítalastarfsemi hætti árið 1928 var Georgi veitt umboð til að selja húsið íslenska ríkinu og stóð hugur hans til þess að breyta því í berklasjúkrahús. Kom þar tvennt til, verulega var farið að draga úr veiðum Frakka hér við land og berklar voru landlægir. Georg keypti spítalann og Læknishúsið með það í huga að endurselja ríkinu. Hinsvegar dró ríkið lappirnar og hætti að lokum við. Georg missti allar eigur sínar á uppboði og flutti til Sandgerðis þar sem hann starfaði sem læknir.

Franski spítalinn í Hafnarnesi. Árið 1939 var spítalinn tekinn niður spýtu fyrir spýtu og fluttur á bátum yfir fjörðinn og endurbyggður í Hafnarnesi á kostnað Landsbankans. Í Hafnarnesi var þá ört stækkandi útræðisþorp og mikil húsnæðisekkla. Spítalanum var skipt upp í sex hluta, búið var fimm og skólahúsnæði var í sjötta partinum. Þó kom ekki til kennslu þar strax því breski herinn tók skólapartinn fyrir sig í heimsstyrjöldinni síðari.
Franski spítalinn í Hafnarnesi um síðustu aldamót

Árið 1939 var spítalinn tekinn niður spýtu fyrir spýtu og fluttur á bátum yfir fjörðinn og endurbyggður í Hafnarnesi á kostnað Landsbankans. Í Hafnarnesi var þá ört stækkandi útræðisþorp og mikil húsnæðisekkla. Spítalanum var skipt upp í sex hluta, búið var fimm og skólahúsnæði var í sjötta partinum. Þó kom ekki til kennslu þar strax því breski herinn tók skólapartinn fyrir sig í heimsstyrjöldinni síðari.
Búið var í Franska spítalanum í Hafnarnesi fram yfir 1970, eftir það stóð hann yfirgefinn allt þar til Minjavernd, með aðstoð Fjarðabyggðar, tók að sér endurbyggingu hússins. Í húsinu er í dag glæsilegt hótel, veitingastaður og safn um franska sjómenn.

— FÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR SJÓMENNFRAKKLANDFRÖNSK ÖRNEFNI Á ÍSLANDI

Les Français ont construit trois hôpitaux en Islande, le premier à Reykjavík en 1902 avec 20 lits. Le deuxième à Fáskrúðsfjörður en 1904 avec 17 lits, et le troisième aux îles Vestmann en 1906 avec 9 lits. L’architecte des deux premiers fut M. Bald. Ces deux hôpitaux sont pratiquement identiques.

L’hôpital français de Fáskrúðsfjörður fut construit en 1903 et mis en service dès l’année suivante, il était ouvert toute l’année jusqu’en 1914 quand il a été fermé. Le bâtiment fut construit sur des fondations de ciment. Au sous-sol se trouvaient la cuisine, la réserve, la lingerie, les toilettes, une turbine électrique. Il y avait 6 salles pour les malades dont 3 chambres individuelles. Au total il y avait 17 lits dans l’hôpital, une salle d’opération, une salle d’isolement pour les malades atteints de la tuberculose ou de la typhoïde, une pharmacie, une bibliothèque, et plusieurs chambres pour le personnel. La morgue se trouvait au nord de l’hôpital. De l’ouverture jusqu’au 1er janvier 1907 l’hôpital avait reçu 93 malades, des Français et des étrangers et les jours d’hospitalisation étaient au nombre de 2953.

Le médecin en chef Georg Georgsson, un excellent chirurgien, était en même temps le consul français et le représentant de l’association française des oeuvres de mer.

— FRANSKI SPÍTALINN Á FÁSKRÚÐSFIRÐI —

— FÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR SJÓMENNFRAKKLANDFRÖNSK ÖRNEFNI Á ÍSLANDI

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.