Fimmtudagskaffi í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur

Döðlu og ólífupestó Pizzasnúðar með pepperoni, skinku og piparosti fimmtudagskaffi föstudagskaffi Púðursykursmarengsterta með Snickerskremi Súkkulaðihjúpaðar hnetusmjörskúlur hnetusmjör Jón Birgir Kristjánsson og Ísak jónsson sem sáu um fimmtudagskaffið
Jón Birgir og Ísak sem sáu um fimmtudagskaffið

Fimmtudagskaffi í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur

Starfsfólkið í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur skiptist á að koma með kaffimeðlæti með kaffinu á fimmtudagsmorgnum. Jón Birgir og Ísak tóku tóku vel í að deila herlegheitunum sem þeir komu með með lesendum síðunnar.

Pizzasnúðar með pepperoni, skinku og piparosti

Pizzasnúðar með pepperoni, skinku og piparosti

900 g hveiti
40 g sykur
½ tsk salt
100 g smjör, brætt
500 ml mjólk
1 pakki þurrger (12 g)
Fylling :
1 bréf skinka
1 bréf pepperoni
pizzasósa, magn eftir smekk
rifinn ostur, magn eftir
smekk
rifinn piparostur
oreganó krydd
Aðferð:
Hitið mjólk í potti, mjólkin á að vera volg.
Vekjið gerið í mjólkinni, en það tekur um það bil fimm mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin.
Bræðið smjör.
Blandið öllu saman í skál og hnoðið deigið mjög vel, ég leyfi hnoðaranum á hrærivélinni minni að sjá um verkið en þá tekur það um bil bil fimm til sex mínútur.
Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að lyfta sér í rúmlega klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast og jafnvel þrefaldað stærð sína.
Hitið ofninn í 180°C.
Skiptið deiginu í tvennt, stráið hveiti á borðflöt og hnoðið létt. Fletjið deigið út með kökukefli.
Smyrjið deigið með pizzasósu, skerið niður skinku og pepperoni og leggið yfir. Sáldrið rifnum mozzarella osti yfir og kryddið til með oreganó.
Rúllið deiginu saman og skerið hverja rúllu í 18 – 20 bita.
Leggið bitana beint á pappírsklædda ofnplötu eða í bollakökuform eins og ég gerði.
Penslið snúðana með eggjablöndunni og sáldri rifnum mozzarella osti yfir og kryddið gjarnan með oreganó.
Bakið snúðana við 180°C í 10 – 12 mínútur eða þar til snúðarnir eru gullinbrúnir.

Súkkulaðihjúpaðar hnetusmjörskúlur

Súkkulaðihjúpaðar hnetusmjörskúlur

115 g brætt smjör
1 1/2 b hnetusmjör
2 1/2 b flórsykur
175 g súkkulaði
Blandið saman smjöri, hnetusmjöri og flórsykri
Útbúið litlar kúlur og frystið í um 20 mín.
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
Stingið tannstönglum í kúlurnar og dýfið þeim í súkkulaðið. Setjið á bökunarpappír og kælið.

Döðlu & ólífupestó

Döðlu & ólífupestó

Ein krukka af rauðu pestói (t.d. pestó frá Sacla)
Hálf krukka fetaostur og smá af olíunni líka
1 1/2 dl svartar ólífur gróft saxaðar
1 1/2 dl döður, smátt saxaðar
1 1/2 dl af steinselju, smátt söxuð
1 1/2 dl af brotnum kasjúhnetum
Tvö hvítlauksrif, smátt skorin eða pressuð
Aðferð:
Allt sett í skál og blandað saman. Gott að geyma í kæli í nokkra tíma ef tími gefst.

Púðursykursmarengsterta með Snickerskremi

Púðursykursmarengsterta með Snickerskremi

4 eggjahvítur
2 dl púðursykur
1 dl sykur
Þeytið vel saman þar til marengsinn er stífur og glansandi.
Bakið tvo botna, uþb 23 cm í þvermál á 150°C í um 50 mín. Látið kólna.

Á milli:
1 peli rjómi
1 stk Snickers, saxað fínt
Stífþeytið rjómann, bætið Snickers saman við og setjið á milli botnanna

Ofan á:
1 Snickers
60 g smjör
4 eggjarauður
3 msk sykur
Bræðið Snickers og smjöri í potti.
Þeytið eggjarauður og sykur og hellið úr pottinum blandið vel saman.
Hellið ofan á tertuna.

Pizzasnúðar með pepperoni, skinku og piparosti
Glæsilegt fimmtudagskaffi í boði Ísaks og Jóns Birgis
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sælgætisterta Carolu – svakalega góð

Sælgætisterta Carolu. Það má vel nota hinar ýmsu pakkakökur, sem fást í búðum, sem grunn að einhverju öðru og enn betra. Hér er gott dæmi um það, sannkölluð sælgætisterta sem ég hámaði í mig af mestu áfergju. Leiðir okkar Carolu lágu fyrst saman þegar við af miklum móð máluðum á postulín fyrir allmörgum árum. Síðan þá hef ég oft fengið hjá henni hið besta kaffimeðlæti og aðrar veitingar.

Kostgangari hjá Lukku á Happi – myndband

Kostgangari hjá Lukku á Happi og Betufundur - MYNDBAND. Í rúma viku hef ég verið kostgangari hjá Lukku á Happi, á fæði sem kallað er Clean Gut fæði (gluten-, sykur- og mjólkurlaust). Þessir matarpakkar Lukku eru hreinasta snilld, á hverjum degi er sóttur poki með fjölbreyttum og góðum mat fyrir daginn. Grænmeti, baunir, kínóa, fiskur, safar, kjöt og heimsins bestu chiagrautar eru uppistaðan í próteinríkum máltíðunum.