Nammiterta – marengs, rjómi, súkkulaði og ber

 mammikaka terta marengs ávextir súkkulaði marengsterta með ávöxtum Nammimarengsterta
Nammimarengsterta

Nammimarengsterta

Kannski ekki mesta heilsuterta sem til er, en bragðaðist afar vel. Þetta snýst kannski ekki endilega um hvað við borðum á jólum heldur hvað við borðum fram að næstu jólum. Njótum lífsins og matarins.

MARENGSUPPSKRIFTIR — TERTURVÍNBERNÓAKROPP

.

Nammimarengsterta

Marengs:

6 eggjahvítur

350 g sykur

¾ tsk edik

¾ tsk vanillusykur

½ tsk salt

Þeytið allt saman, hægt fyrst svo að sykurinn bráðni, en aukið hraðann smám
saman þar til hvíturnar eru pinnstífar. Smyrjið á bökunarpappír á ofnplötu með
því lagi sem passar á tertudiskinn sem ætlaður er. Bakið við 100°C í 2 klst.
Slökkvið á ofninum án þess að opna hann og leyfið honum að kólna áður en
marengsinn er tekinn út.

Krem:

4 dl rjómi

150 g Hrískúlur eða Nóakropp

100 g Lindubuff

Skraut:

Vínber

Bláber

Þeytið rjómann og blandið saman við Hrískúlurnar. Smyrjið rjómanum á tertuna, þvoið skæri, klippið Lindubuff í ræmur og raðið ofan á, í áttina að miðju. Setjið kökuna í ísskáp í nokkrar klukkustundir. Raðið vínberjum og e.t.v. bláberjum ofan á áður en tertan er borin fram.

.

MARENGSUPPSKRIFTIR — TERTURVÍNBERNÓAKROPP

— NAMMITERTAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pestó – grunnuppskriftin

Pestó

Það er mikill munur á heimagerðu pestói og því sem fæst í matvörubúðum - ætli megi ekki segja að það sé himinn og haf á milli. Til eru fjölmargar útgáfur af pestói og engin ein sem er "réttust". Pestó er einstaklega gott með kexi, brauði og ostum. Eins og með arfapestóið má setja sólblómafræ með furuhnetunum til helminga. Hef séð nokkrar uppskriftir þar sem valhnetur eru notaðar.

Sætkartöflusúpa Kristjáns og Rögnu

Sætkartöflusúpa Kristjáns og Rögnu. Sómafólkið Kristján og Ragna búa á Laugum í Reykjadal og starfa þar við Framhaldsskólann. Á ferðalagi okkar Bergþórs og tengdapabba um Norðurland buðu þau okkur til hádegisverðar, undurgóða sætkartöflusúpu og fjölbreyttar óhefðbundnar snittur. Allt þetta bragðaðist vel, alveg einstaklega vel.

SaveSave

SaveSave

Fíkjusalat með portvíni

Fikjusalat

Fíkjusalat með portvíni. Er alveg að missa mig í Downton Abbey uppskriftum. Í þáttunum er þetta fíkjusalat milliréttur. Dressinguna á að sjóða niður svo hún minni á síróp, ekki samt þykkt síróp. Dressingin stífnar í ísskápnum. Fíkjurnar verða næstum því óbærilega góðar, sjálfur gerði ég mér margar ferðir í ísskápinn til að „athuga hvort ekki væri allt í lagi"....