Nammiterta – marengs, rjómi, súkkulaði og ber

 mammikaka terta marengs ávextir súkkulaði marengsterta með ávöxtum Nammimarengsterta
Nammimarengsterta

Nammimarengsterta

Kannski ekki mesta heilsuterta sem til er, en bragðaðist afar vel. Þetta snýst kannski ekki endilega um hvað við borðum á jólum heldur hvað við borðum fram að næstu jólum. Njótum lífsins og matarins.

MARENGSUPPSKRIFTIR — TERTURVÍNBERNÓAKROPP

.

Nammimarengsterta

Marengs:

6 eggjahvítur

350 g sykur

¾ tsk edik

¾ tsk vanillusykur

½ tsk salt

Þeytið allt saman, hægt fyrst svo að sykurinn bráðni, en aukið hraðann smám
saman þar til hvíturnar eru pinnstífar. Smyrjið á bökunarpappír á ofnplötu með
því lagi sem passar á tertudiskinn sem ætlaður er. Bakið við 100°C í 2 klst.
Slökkvið á ofninum án þess að opna hann og leyfið honum að kólna áður en
marengsinn er tekinn út.

Krem:

4 dl rjómi

150 g Hrískúlur eða Nóakropp

100 g Lindubuff

Skraut:

Vínber

Bláber

Þeytið rjómann og blandið saman við Hrískúlurnar. Smyrjið rjómanum á tertuna, þvoið skæri, klippið Lindubuff í ræmur og raðið ofan á, í áttina að miðju. Setjið kökuna í ísskáp í nokkrar klukkustundir. Raðið vínberjum og e.t.v. bláberjum ofan á áður en tertan er borin fram.

.

MARENGSUPPSKRIFTIR — TERTURVÍNBERNÓAKROPP

— NAMMITERTAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.