Auglýsing
Gerbrauð með fyllingu brauð skinka pepperóni ostabrauð ÁRDÍS HULDA eiríksdóttir silla páls þurrger bakstur HÚSFREYJAN
Gerbrauð með fyllingu, bragðmikið kaffimeðlæti sem öllum líkar vel

Gerbrauð með fyllingu, bragðmikið kaffimeðlæti sem öllum líkar vel.

Góður ilmur fyllir húsið þegar matbrauð eins og þetta er bakað og á eftir kemur góða bragðið og ánægjan sem fylgir nýbökuðu brauði. Gerbrauðið með fyllingunni var í boði hjá Árdísi Huldu þegar hún sló upp veislu fyrir Húsfreyjuna.

BRAUÐBAKSTURKAFFIMEÐLÆTIÞURRGERVANDAMÁL VIÐ GERBAKSTURÁRDÍS HULDAHÚSFREYJAN

Auglýsing

.

Gerbrauð með fyllingu

½ pakki þurrger
1 dl mjólk
2 dl vatn
¼ dl matarolía
1 tsk. salt
450 – 475 gr hveiti

Blandið saman vatni og mjólk og hitið þar til verður ylvolgt, bætið þurrgerinu út í, látið taka sig í nokkrar mínútur. Bætið út í matarolíu, salti og hveiti. Hnoðið saman og látið lyfta sér í ca. 40-45 mín.

Fylling
Pepperoni
Reykt skinka
Rifinn cheddarostur
Rifinn mexíkóostur
Smurostur með beikonbragði
1 egg til að pennsla með

Þegar deigið er búið að lyfta sér, fletjið það út, smyrjið beikonsmurosti á deigið, setjið fyllinguna inn í eftir endilöngu deiginu, lokið með því að brjóta deigið saman. Penslið að utan með eggi og stráið mexíkóosti yfir. Látið lyfta sér í 30 mín. Bakað ofarlega í ofni við 225°C í um 25 mínútur.

 

Silla Páls myndar veisluboð hjá Árdísi Huldu fyrir Húsfreyjuna

BRAUÐBAKSTURKAFFIMEÐLÆTIÞURRGERVANDAMÁL VIÐ GERBAKSTUR

.