Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi

Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi esther hermannsdóttir marengs
Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi

Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi.

Esther frænka mín skellti í marengstertu og bauð í kaffi. Það var í hennar afmæli sem ég fékk rasptertuna góðu þarna um árið.

ESTHERRASPTERTA

.

Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi

4 eggjahvítur
220 g sykur
200 g rjómasúkkulaði með hnetum

Fylling
3 dl rjómi
100 g rjómasúkkulaði
150 g sýrður rjómi
1/2 tsk vanilludropar
150 g Nóa kropp

Þeytið vel saman eggjahvítur og sykur. Saxið súkkulaði og blandið saman við.
Gerið tvo hringi á bökunarpappír (26 cm) smyrjið marengsinum á.
Bakið við 160°C í 35-40 mín.
Bræðið saman súkkulaði og sýrða rjómann við vægan hita. Þeytið rjómann með vanilludropum og hrærið svo súkkulaðinu saman við rjómann ásamt Nóa kroppinu.
Blandið varlega saman og setjið á milli botnanna. Setjið smávegis af þeyttum rjóma ofan á og skreytið með Nóa kroppi og jarðarberjum

ESTHERRASPTERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðlunammi Elvu Óskar – alveg suddalega gott

Döðlunammi Elvu Óskar. Var svo ljónheppinn að vera „óvart" staddur í Óperunni þegar aðstendur óperunnar Mannsraddarinnar gerðu sér glaðan dag með ýmsu góðgæti (lesist: #éggerðimérferðþangaðþegarégfréttiaföllukaffimeðlætinu) Óperan Mannsröddin (La Voix Humaine) eftir Francis Poulenc, er byggð á samnefndu leikriti eftir Jean Cocteau. Óperan er ljóðrænn harmleikur í einum þætti sem fjallar um síðasta símtal konu til elskhuga síns sem hefur fundið ástina annars staðar.