Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi

Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi esther hermannsdóttir marengs
Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi

Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi.

Esther frænka mín skellti í marengstertu og bauð í kaffi. Það var í hennar afmæli sem ég fékk rasptertuna góðu þarna um árið.

ESTHERRASPTERTA

.

Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi

4 eggjahvítur
220 g sykur
200 g rjómasúkkulaði með hnetum

Fylling
3 dl rjómi
100 g rjómasúkkulaði
150 g sýrður rjómi
1/2 tsk vanilludropar
150 g Nóa kropp

Þeytið vel saman eggjahvítur og sykur. Saxið súkkulaði og blandið saman við.
Gerið tvo hringi á bökunarpappír (26 cm) smyrjið marengsinum á.
Bakið við 160°C í 35-40 mín.
Bræðið saman súkkulaði og sýrða rjómann við vægan hita. Þeytið rjómann með vanilludropum og hrærið svo súkkulaðinu saman við rjómann ásamt Nóa kroppinu.
Blandið varlega saman og setjið á milli botnanna. Setjið smávegis af þeyttum rjóma ofan á og skreytið með Nóa kroppi og jarðarberjum

ESTHERRASPTERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kókosbolludraumur – alveg hreint sjúklega gott

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Kókosbolludraumur. Stundum þarf maður á því að halda að sukka, sukka feitt.
Ég gat ekki með nokkru móti hætt að „smakka aðeins meira" Föstudagskaffið í vinnunni er unaðsleg samkoma og ómissandi. Björk kom með þessa undurgóðu sprengju með kaffinu. Rice krispies botn er marengsbotn með Rice krispies, það má líka nota venjulegan marengs. Ef þið notið banana þá er ágætt að blanda þeim við rjómann eða dýfa þeim í sítrónuvatn svo þeir verið ekki svartir. Þeir sem ekki vilja nota sérrý í botninn geta haft ávaxtasafa og síðast en ekki síst: þið sem eruð í megrun gleymið þessu :)