Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi.
Esther frænka mín skellti í marengstertu og bauð í kaffi. Það var í hennar afmæli sem ég fékk rasptertuna góðu þarna um árið.
.
Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi
4 eggjahvítur
220 g sykur
200 g rjómasúkkulaði með hnetum
Fylling
3 dl rjómi
100 g rjómasúkkulaði
150 g sýrður rjómi
1/2 tsk vanilludropar
150 g Nóa kropp
Þeytið vel saman eggjahvítur og sykur. Saxið súkkulaði og blandið saman við.
Gerið tvo hringi á bökunarpappír (26 cm) smyrjið marengsinum á.
Bakið við 160°C í 35-40 mín.
Bræðið saman súkkulaði og sýrða rjómann við vægan hita. Þeytið rjómann með vanilludropum og hrærið svo súkkulaðinu saman við rjómann ásamt Nóa kroppinu.
Blandið varlega saman og setjið á milli botnanna. Setjið smávegis af þeyttum rjóma ofan á og skreytið með Nóa kroppi og jarðarberjum
.