Auglýsing
Pasta með sveppa- og spínatrjómasósu
Pasta með sveppa- og spínatrjómasósu

Pasta með sveppa- og spínatrjómasósu. Einfaldur og ótrúlega góður réttur

PASTASPÍNAT

.

Auglýsing

Pasta með sveppa- og spínatrjómasósu

4-500 g pasta

Brúnaður laukur:
2 msk olía
1 laukar
1 rauðlaukur
2 msk balsamik edik

pastasósa:
2 msk olía
250 g sveppir
200 g spínat
1 b (matreiðslu)rjómi
1 b Parmesan rifinn ostur
salt og pipar

Sjóðið pasta í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.

Laukurinn:
Skerið laukinn niður og steikið olíu á pönnu á frekar lágum hita þangað til hann fer að brúnast án þess að brenna. Blandið balsamik ediki saman við í lokin.

Pastasósa:
Sneiðið sveppi og steikið í olíu, bætið við spínati. Þegar spínatið hefur mýkst hellið þá rjóma saman við. Látið loks rifna ostinn og hrærið í þangað til hann hefur bráðnað. Blandið lauknum saman við og loks pastanu.
Setjið í skál og hellið sósunni yfir, blandið saman og kryddið með salti og pipar ef þarf.

PASTASPÍNAT

.