Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi

Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi esther hermannsdóttir marengs
Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi

Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi.

Esther frænka mín skellti í marengstertu og bauð í kaffi. Það var í hennar afmæli sem ég fékk rasptertuna góðu þarna um árið.

ESTHERRASPTERTA

.

Marengsterta með hnetusúkkulaði og Nóa kroppi

4 eggjahvítur
220 g sykur
200 g rjómasúkkulaði með hnetum

Fylling
3 dl rjómi
100 g rjómasúkkulaði
150 g sýrður rjómi
1/2 tsk vanilludropar
150 g Nóa kropp

Þeytið vel saman eggjahvítur og sykur. Saxið súkkulaði og blandið saman við.
Gerið tvo hringi á bökunarpappír (26 cm) smyrjið marengsinum á.
Bakið við 160°C í 35-40 mín.
Bræðið saman súkkulaði og sýrða rjómann við vægan hita. Þeytið rjómann með vanilludropum og hrærið svo súkkulaðinu saman við rjómann ásamt Nóa kroppinu.
Blandið varlega saman og setjið á milli botnanna. Setjið smávegis af þeyttum rjóma ofan á og skreytið með Nóa kroppi og jarðarberjum

ESTHERRASPTERTA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kryddbrauð – sex uppskriftir og þær eru hver annarri betri

Kryddbrauð - sex uppskriftir og þær eru hver annarri betri. Já ég veit, mér þykja kryddbrauð mjög góð, alveg súper-extra-mjög-góð. Mér var bent á það í dag að það væru sex kryddbrauðsuppskriftir á blogginu. Gaman að því :) Hér koma uppskriftirnar sex, þær eru ekki neinni sérstakri röð. Í öllum bænum bakið kryddbrauð, hellið uppá kaffi og haldið smá kaffiboð :)

Brunch á Essensia – framúrskarandi ljúffengur

Brunch á Essensia - framúrskarandi ljúffengur. Essensia er uppáhaldstaður og nú var kominn tími til að prófa brunchinn, eða dögurðinn, eins og hann er stundum nefndur á íslensku, en um er að ræða marga spennandi eggjarétti. Boðið er upp á þessa nýjung öll laugardags- og sunnudagshádegi kl. 11-15.30. Það má sannarlega mæla með brunch á Essensia og eins og venjulega er tilvalið að panta nokkra rétti og deila, það er stemning í því og forvitnilegt.