Pasta með sveppa- og spínatrjómasósu

Pasta með sveppa- og spínatrjómasósu
Pasta með sveppa- og spínatrjómasósu

Pasta með sveppa- og spínatrjómasósu. Einfaldur og ótrúlega góður réttur

PASTASPÍNAT

.

Pasta með sveppa- og spínatrjómasósu

4-500 g pasta

Brúnaður laukur:
2 msk olía
1 laukar
1 rauðlaukur
2 msk balsamik edik

pastasósa:
2 msk olía
250 g sveppir
200 g spínat
1 b (matreiðslu)rjómi
1 b Parmesan rifinn ostur
salt og pipar

Sjóðið pasta í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.

Laukurinn:
Skerið laukinn niður og steikið olíu á pönnu á frekar lágum hita þangað til hann fer að brúnast án þess að brenna. Blandið balsamik ediki saman við í lokin.

Pastasósa:
Sneiðið sveppi og steikið í olíu, bætið við spínati. Þegar spínatið hefur mýkst hellið þá rjóma saman við. Látið loks rifna ostinn og hrærið í þangað til hann hefur bráðnað. Blandið lauknum saman við og loks pastanu.
Setjið í skál og hellið sósunni yfir, blandið saman og kryddið með salti og pipar ef þarf.

PASTASPÍNAT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Bláberjaterta - brosandi góð hollusta. Sumarvinnan mín í ár er að elda á hóteli í Breiðdal. Aðstoðarstúlkurnar, sem ég kalla oftast gengilbeinur, fengu áskorun: Að semja texta við þessa tertu sem öllum þótti einstaklega góð. Myndin hér að neðan var tekin þegar þær í mikilli gleðivímu, sömdu textann og flissuðu heil ósköp á meðan. Texti þeirra er svo fyrir neðan myndina  #lesistmeðþartilgerðumgleraugum

Tante Anne – Det er dejligt

Tante Anne. Birna Sigurðardóttir skrifaði grein um Litu ömmu sína í blað Franskra daga, þar rifjar hún upp köku sem Lita bakaði gjarnan og var í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fleirum. Amma hennar var dönsk og hét fullu nafni Lita Bohn Ipsen Sigurðsson. Hún var læknir eins og eiginmaður hennar Haraldur Sigurðsson og flutti með honum til Fáskrúðsfjarðar þegar hann var skipaður þar héraðslæknir árið 1940.