Söngfuglarnir Örvar Már Kristinsson og Þóra Björnsdóttir eru höfðingjar heim að sækja. Það fer ekki fram hjá vinum þeirra á fasbókinni að Örvar hefur tekið miklu ástfóstri við Sous Vide græjuna sína og notar hana óspart. Í eftirminnilegri matarveislu þeirra hjóna var þessi guðdómlega glútenlausa skyrterta.
.
— ÖRVAR MÁR OG ÞÓRA — SKYRTERTUR —
.
Glútenlaus skyrterta
5 egg
1 kg skyr
150 g sykur
250 g smjör (mjúkt)
2 tsk vanillusykur
2 pk Royal vanillubúðingur
1 dós niðursoðin jarðarber án safans
Aðskiljið eggin, stífþeytið eggjahvíturnar.
Hrærið saman eggjarauðum, mjúku smjöri, sykri, vanillusykri og vanillubúðingi þar til það verður kremað. Bætið við skyrinu og síðan jarðarberjum.
Hrærið að lokum eggjahvítur varlega saman við með sleif.
Setjið bökunarpappír utan um botninn á forminu (nota springform) hellið massanum í formið og bakið við 180° undir og yfir hita í ca 50 mín.
Láta kólna í forminu
Rifið súkkulaði og fersk jarðarber til skreytingar
— ÖRVAR MÁR OG ÞÓRA — SKYRTERTUR —