SOÐIN BRÚNKAKA („DRULLUKAKA“)

SOÐIN BRÚNKAKA („DRULLUKAKA“)

SOÐIN BRÚNKAKA („DRULLUKAKA“)

Ágústa Gunnarsdóttir hefur áður komið við sögu HÉR á blogginu. Bergþór kynntist henni á námsárunum í Ameríku og hefur dásamað matreiðsluhæfileika hennar æ síðan, auk óbrigðuls auga fyrir formi, litum og skipan allra hluta í kringum sig.

Stundum birtir hún myndir af girnilegum kökum á fasbókinni. Nú eru voveiflegir tímar og hvað er þá meira upplífgandi en að leita í uppskriftir mömmu sinnar?

Þegar Bergþór sá á fasbókinni þessa „drulluköku“, eins og þær systurnar munu hafa kallað hana, rifjaðist upp fyrir honum, að löngu fyrir tíma netsins tók hann þátt í keðjubréfi sem byggðist á því að senda uppskriftir. Þá kom m.a. bréf frá Hildi, systur Ágústu, sem sendi honum þessa uppskrift frá móður sinni.

Þetta er ein af þessum gamaldags, hlýlegu og heimilislegu tertum og mjög einföld að gera.

ÁGÚSTA GUNNARSDÓTTIR

.

SOÐIN BRÚNKAKA („DRULLUKAKA“)

2 1/2 dl vatn
200 gr sykur
200 gr smjör
200 gr rúsínur
2 tsk negull
2 tsk kanill

Setjið allt í pott og soðið í 3 mín. Kælið.

Hrærið út í kryddblönduna:
300 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
2 tsk natrón

Bakið í 24 cm kökuformi í 50-60 mín. við 150°C í blástursofni.

SÚKKULAÐI GANACHE ofan á: Jafn mikið af súkkulaði og rjóma.

Setjið súkkulaðið í skál, hitið rjómann að suðu (ekki sjóða), hellið í skálina og hrærið. Smyrjið á kökuna.

Ágústa Gunnarsdóttir SOÐIN BRÚNKAKA („DRULLUKAKA“)
SOÐIN BRÚNKAKA („DRULLUKAKA“)
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.