Mahalabia

Mahalabia er mið-austurlenskur mjólkurbúðingur katar Qatar food
Mahalabia er mið-austurlenskur mjólkurbúðingur

Á leiðinni heim frá Indlandi var stoppað í Katar, þar fengum við Mahalabia sem er mið-austurlenskur mjólkurbúðingur

Mahalabia
3 b mjólk
3/4 b sykur
1 b kalt vatn
6 msk kornsterkja
1 b rjómi
1 msk rósavatn
2 kardimommur, muldar smátt
Möndluflögur og pistasíur til skrauts

Setjið mjólk og sykur í pott og hitið að suðu.
Blandið saman vatni og kornsterkju og blandið því saman við sjóðheita mjólkina. Látið sjóða í 15-20 mínútur, hrærið stöðugt í svo ekki brenni við.
Takið af eldavélinni, blandið saman við rjóma, rósavatni og kardimommum.
Hellið í skál eða form og látið kólna í ísskáp í 3-4 klst.
Stráið ristuðum möndluflögum og gróft söxuðum pistasíum yfir áður en er borið fram.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ljós – 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017

Ljós - 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017. Í þriðja sæti voru kökurnar Ljós sem Sylwia Olszewska bakaði. Saltkaramellufyllingin og hneturnar gerði þær alveg fullkomnar með kaffinu. Áferðafallegar og góðar smákökur sem mæla má með

Bláber eru með hollustu fæðutegundum

blaber

Bláber. Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði. Ekki aðeins hélst næringargildið, en að auki jókst þéttni anthocyanins.