Kínóasalat með appelsínubragði. Kínóa er hollustan ein en kannski lítið spennandi eitt og sér. En í salöt og aðra matargerð er það alveg frábært. Þetta salat er bæði litfagurt og bragðgott.
Dásamleg vanilluterta með hindberjum. Píanóleikararnir Edda Erlendsdóttir og Peter Máté sáu um síðasta föstudagskaffi í Listaháskólanum - þeim er margt til lista lagt. Dúnmjúk vanillutertan var lofuð í hástert og kláraðist á skammri stundu.
Döðluterta með miklu súkkulaði. Þessa dagana er ég svagur fyrir rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Í kornflexkökurnar um daginn notaði ég það til helminga og kom mjög vel út. Bakaði döðlutertu og ákvað að setja extra mikið af súkkulaði og brytja það gróft.