Lærissneiðar í raspi

Lærisneiðar i raspi raspur snitsel þjóðlegur matur íslenskur matur íslenskt lambakjöt lambasnitsel
Lærissneiðar i raspi – einn af mörgum góðum þjóðlegum réttum

Lærissneiðar i raspi

Lærissneiðar í raspi var sunnudagsmatur hjá mörgum á síðustu öld. Mjúkar lærissneiðar með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rabarbarasultu má segja að sé einn af mörgum íslenskum þjóðarréttum. Klassískur bragðgóður matur. Hugsið ykkur ekki tvisvar um gott fólk 🙂

LAMBAKJÖTÍSLENSKTRABARBARASULTABRÚNAÐAR KARTÖFLURSNITSELGRÆNAR BAUNIRRASP

.

Lærissneiðar i raspi

Lærissneiðar i raspi

Lærissneiðar úr einu lambalæri
1,5 dl hveiti
2 egg
2,5 dl rasp
olía
smjör
salt og pipar

Gott er að hafa kjötið við stofuhita. Setjið hveiti í skál, brjótið eggin í aðra skál og sláið þau í sundur og setjið rasp í þriðju skálina. Setjið olíu og smjör á pönnu, ágætt að hafa 2 hluta af olíu á móti einum af smjöri. Veltið lærissneiðunum upp úr hveitinu, þá eggjunum og loks raspinu. Steikið sneiðarar dágóða stund í olíunni/smjörinu á báðum hliðum þangað þær eru fallega brúnar. Kryddið með salti og pipar. Raðið sneiðunum í eldfast form, hellið restinni af olíunni yfir, setjið álpappír yfir og eldið í 100°C heitum ofni í um klst.

Karamellu rauðlaukssulta með chili

🇮🇸

LAMBAKJÖTÍSLENSKTRABARBARASULTABRÚNAÐAR KARTÖFLURSNITSELGRÆNAR BAUNIRRASP

LÆRISSNEIÐAR Í RASPI

🇮🇸 🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.