Kókoskarrýsúpa – besta súpa á Íslandi

Karrýkókoskjúklingasúpa - besta súpa á Íslandi pure deli
Karrýkókoskjúklingasúpa – besta súpa á Íslandi

Kókos karrý súpa

Með mikilli ánægju deili ég því með ykkur að besta súpa á Ísland fæst á Pure deli. Það var auðsótt að fá uppskriftina frá Jóni listakokki. Fyrst er útbúin grunnsúpa síðan bætt við hráefni hvort sem fólk vill grænmetis-, kjúklinga- eða sjávarréttasúpu. Snilldin ein. Pure Deli er í Urðarhvarfi og í Gerðarsafni í Kópavogi.

— PURE DELI — VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND

.

Kókos karrý súpa

2 lítrar kókosmjólk
35 gr rautt karrý
1 msk tumerik duft
35 gr soyjasósa
40 gr grænmetis kraftur

Setjið kókosmjólkina í pott og hrært vel í. Bætið við karrýinu, tumerikinu, soya sósunni og grænmetis kraftinum. Hitið súpuna að suðu og er þá tilbúin.

Svo er það annað hráefni í súpuna:
Vegan: spínat og paprika
Kjúklinga: Eldaður kjúklingur, spínat og paprika.
Sjávarrétta. Risarækja, bláskel spínat og paprika.

Verði ykkur að góðu.

Pitsa með gorgonzola og perum hefur slegið í gegn á Pure Deli
Jón færir Bergþóri pitsurnar á borðið
Pitsa með hvítri trufflusósu og serrano hráskinku
Borðað á Pure Deli. Fyrst var það súpan og síðan pitsur 🙂
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínu- og sítrónumarmelaði

Appelsínu- og sítrónumarmelaði. Fagurgult og bragðgott appelsínumarmelaði. Appelsínur eru missætar og sítrónur eru missúrar, það þarf því eiginlega að smakka þetta til og bæta við sykri efir þörfum.

Snúðakaka

Snúðaterta

Snúðakaka. Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu.

Steiktar kartöflur með rósmarín

Steiktar kartöflur með rósmarín. Rósmarín og kartöflur passa einstaklega vel saman. Þessi kartöfluréttur er að grunni til frá Nigellu vinkonu minni. Á hvern disk setur hún gróft saxað salat og svo kartöflurnar þar yfir. Sem sagt aðalréttur. En ég lét duga að hafa kartöflurnar sem meðlæti.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp – fullkomið fjörefnafóður

Lasagna með ricotta- og spínathjúp.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp. Borðum meira grænmeti! Það mælir allt með aukinni grænmetisneyslu. Grænmetisréttir eru auðveldir, fallegir og oft á tíðum ódýrir. Svo þarf nú varla að taka fram lengur hve hollt grænmetið er -  .