
Einsi kaldi í Vestmannaeyjum
Frjálsleg stemning og ljúffengur matur einkennir veitingahúsið Einsa kalda í Eyjum. Kokkarnir komu sjálfir fram með réttina með aðstoð þjónanna og útskýrðu hvern rétt vandlega.
— VESTMANNAEYJAR — EINSI KALDI — FERÐAST UM ÍSLAND —
.
Við völdum smakkmatseðil dagsins. Fengum tvo forrétti, tvo aðalrétti og eftirrétt. Seðillinn er settur saman úr því besta sem kokkarnir bjóða upp á í hvert sinn. Þvílík veisla.



Einsi kaldi kom og sagði okkur fá portúgalska saltfiskréttinum, Bacalhau à Brás. Einar var í Portúgal og vann þar á nokkrum stöðum og lærði betur að matbúa saltfisk eins og heimamenn gera. Niðurstaðan varð himnesk, við næstum því emjuðum yfir salinn þegar við brögðuðum hann.


Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni