Einsi kaldi í Vestmannaeyjum #Ísland

Einar Björn Árnason einsi kaldi veitingahús saltfiskréttur saltfiskur fiskréttir veitingastaðurinn einsi kaldi vestmannaeyjar heimaey
Með aðalmanninum Einari Birni Árnasyni, Einsa kalda

Einsi kaldi í Vestmannaeyjum

Frjálsleg stemning og ljúffengur matur einkennir veitingahúsið Einsa kalda í Eyjum. Kokkarnir komu sjálfir fram með réttina með aðstoð þjónanna og útskýrðu hvern rétt vandlega.

VESTMANNAEYJAREINSI KALDI —  FERÐAST UM ÍSLAND

.

Við völdum smakkmatseðil dagsins. Fengum tvo forrétti, tvo aðalrétti og eftirrétt. Seðillinn er settur saman úr því besta sem kokkarnir bjóða upp á í hvert sinn. Þvílík veisla.

Einsi kaldi – Rósakál í bjórlegi með engifer, chili, hvítlauk og möndlum
Einsi kaldi – Þorskkinnar í tempura, kasjúhnetur, trönuber, sellerý og fleira góðgæti
Einsi kaldi – Bacalhau à Brás, saltfiskur með portúgölskum hætti. Kartöflur, ólífur, laukur, sólþurrkaðir tómatar og ólífuolía

Einsi kaldi kom og sagði okkur fá portúgalska saltfiskréttinum, Bacalhau à Brás. Einar var í Portúgal og vann þar á nokkrum stöðum og lærði betur að matbúa saltfisk eins og heimamenn gera. Niðurstaðan varð himnesk, við næstum því emjuðum yfir salinn þegar við brögðuðum hann.

Einsi kaldi – Þorskhnakki með hvítsúkkulaðikartöflumús, villisveppum, beikoni, kínóa og hvítvínssmjörsósu
Einsi kaldi – Hindberjabrownies. Pekanhnetur, súkkulaði og hindberjaís

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá fleirum í  ferðaþjónustunni

Ýmislegt í Eyjum: HERJÓLFURGOTT –  ELDHEIMAR – SLIPPURINN — ÉTA — LAVA GUESTHOUSESAGNAHEIMARLANDLYSTEINSI KALDISÆHEIMARLANDAKIRKJASTAFKIRKJARIBSAFARIFUGLASKOÐUNARHÚSSKANSINN
.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marsípankaka með vínberjum

baka vinber marsipan

Marsípankaka með vínberjum. Hildigunnur er af mikilli matar- og tónlistarfjölskyldu komin. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort eitthvað komist annað að þegar fjölskyldan hittist en matur og tónlist :) Hildigunnur birtir sínar uppskriftir hér

Askarnir þrifnir

IMG_2458

„Allir borðuðu úr öskum. Tvisvar á ári voru þeir þvegnir: úr hangikjötssoðinu
fyrir jólin og sumardaginn fyrsta, annars voru hundarnir látnir
„verka“ þá eftir hverja máltíð; askurinn settur niður á gólf með ofurlitla
matarleif í lögginni, hundarnir sleiktu hann vel og vandlega, eigandinn
tók síðan ask sinn upp, blés einu sinni ofan í hann, setti hann upp
á hillu, með það var hann góður. Ekkert okkar hefir þó orðið sullaveikt.“
-Ólöf Sigurðardóttir f.1857 í Húnavatnssýslu. Eimreiðin 1906

Portóbellósveppir í smjördeigi

Sveppir í smjördeigi IMG_1398

Sveppir í smjördeigi. Hér er afbrigði af Wellington steik, sem ég fann á netinu og útfærði. Beef Wellington er nautalund í smjördeigi, en í tilefni af veganúar eru Portobellir sveppir notaðir í staðinn fyrir naut.