Éta í Vestmannaeyjum
ÉTA er nýr staður í Vestmannaeyjum með úrvals borgurum og kjúklingavængjum. Sumum finnst ekkert spes að tala um að fólk éti, en þegar nánar er gáð er þetta sama orðið og eat á ensku og essen á þýsku og þykir vel nothæft þar! Svona eru tungumál fyndin, en nafnið er grípandi og gefur til kynna að staðurinn tekur sig ekki hátíðlega.
Það er vel hugsað fyrir öllu, veganfólk fær sitt, börnin sitt og kjötæturnar sitt – allir ánægðir. Þar er allt gert frá grunni, kjötið hakkað á staðnum og allar sósur einnig. Hamborgarabrauðið er sérbakað á Vigtinni
Staðurinn er ekki stór, en það var stanslaus straumur af fólki. Flestir voru að ná í take-away, en öll sæti voru líka setin. Við settumst við stórt borð og það myndaðist frjálsleg stemning, þar sem ásamt okkur settust tvær fjölskyldur og þetta varð gott partí. Allt svo heimilislegt. Eins og nafnið.
— ÉTA — VESTMANNAEYJAR — FERÐAST UM ÍSLAND —
.