Verulega gott á Gott í Vestmannaeyjum #Ísland

Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason tourette gott veitingastaður veitingahús siggi kokkur vestmannaeyjar heimaey
Bergþór og Sigurður kokkur

Verulega gott á Gott í Vestmannaeyjum

Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason tóku heldur betur á mataræði fjölskyldunnar þegar sonur þeirra greindist með Tourette. Eftir nokkra mánuði á hreinum, góðum mat, hurfu einkennin. Eftir metsölumatreiðslubók, og fleiri síðar, opnuðu þau veitingastaðinn Gott í Vestmannaeyjum og síðar stað við Hafnarstræti í Reykjavík.

GOTTVESTMANNAEYJAR — FERÐAST UM ÍSLAND MATUR LÆKNAR  — TOURETTE

.

Þau komust að því að til að matur verði hreinn, þarf að gera nánast allt frá grunni. Vefjurnar eru gott dæmi, Siggi las utan á vefjupakka af ýmsum gerðum og efnasúpan í innihaldslýsingunni var ekki árennileg. Vefjurnar eru því bakaðar úr deigi sem búið er til á staðnum.

En það er ekki út í bláinn að matur þurfi að vera búinn til frá grunni. Hann verður ekki bara hreinn, heldur miklu betri á bragðið. Það er allt svo safaríkt og gott á Gott! Eins og matur á að vera.

Daglega er fiskréttur dagsins, það ferskasta sem til er. Við fengum steiktan þorsk á villisvepparisottói „með betri fiskréttum”

Þetta er mjög einfalt og þarf ekkert að orðlengja: ÞIÐ VERÐIÐ AÐ BORÐA Á GOTT

Eftirrétturinn var ís með því besta karamellukremi sem ég hef á ævi minni smakkað
Barbecue önd í soðbrauði með sýrðum lauk, chiliimajó, granateplum og kartöflukrispí
Ítölsk vefja með kjúklingi GOTT pestói, bræddum osti, hýðishrísgrjónum og aïoli.
Keila með kartöflum, spergilkáli og kaperssósu
Berglind og Siggi auglýstu eftir útsaumi heimamanna til að nota í bakið á bekkjunum sem eru sitt hvoru megin í nýju viðbyggingunni. Borðplatan er gömul hurð og gler ofan á.
Þetta er mjög einfalt og þarf ekkert að orðlengja: ÞIÐ VERÐIÐ AÐ BORÐA Á GOTT

Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni

Ýmislegt í Eyjum: HERJÓLFURGOTT – – ÉTASLIPPURINN – ELDHEIMARLAVA GUESTHOUSESAGNAHEIMARLANDLYSTEINSI KALDISÆHEIMARLANDAKIRKJASTAFKIRKJARIBSAFARIFUGLASKOÐUNARHÚSSKANSINNVISITVESTMANNAEYJAR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Silungur með kóriander/basil pestói

Silungur

Silungur með kóriander/basil pestói

Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskan góðan fisk.  Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim út fiskbúðinn með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.