Þórunn Reykdal var okkar leiðsögukona þegar við fórum í Giljaböðin á Húsafelli. Hún bauð okkur í fiskisúpu og hafði ostaskonsur með
.
— GILJABÖÐIN — HÚSAFELL — BOLLUR — SÚPUR —
.
Skonsudeig á ekki að hnoða mikið, það á að vera frekar lint og er flatt út um 2 cm þykkt. Til eru riffluð mót um 6 cm í þvermál en líka má skera undan glasi. Úr uppskrifinni fást um 20 skonsur*
Ostaskonsur
500 g hveiti
1 1/2 tsk salt
5 tsk lyftiduft
1 lítil dós kotasæla
1 dl matarolía
2 dl kalt vatn
1 stórt egg
150 g fínt rifinn ostur
Setjið hveiti, salt og lyftiduft í skál, bætið kotasælu, olíu, eggi og vatni út í.
Bætið við osti og hnoðið lauslega. Þetta á að vera frekar lint deig. Bætið í vatni eða hveiti ef þarf.
Leggið deigið (ca 6 cm) á hveitistráð borð og fletjið út um tveggja cm þykkt. Notið glas eða annað til að skera skonsurnar úr deiginu og raðið á bökunarpappír á bökunarplötu
Penslið með eggjarauðu og mjólk
Bakið við 210°C í um 15 mín
*Uppskriftin er frá Kristínu Gestsdóttur og birtist í Morgunblaðinu
.
— GILJABÖÐIN — HÚSAFELL — BOLLUR — SÚPUR —