Sumargleði með hressum konum
Fordrykkur með rabarbarasíróp
Rabarbarasíróp
3 rabarbaraleggir
6 msk. sykur
½ klofin vanillustöng
3 dl kalt vatn
Allt soðið í potti í u.þ.b. 30 mín,, síað gegnum léreft.
Rabbabarafordrykkur
Rabbabarasíróp
Bleikt límónaði (Ölgerðin)
Ferskjulíkjör
Ljóst romm
Kolsýrt vatn
Skraut: Jarðarber, blóm, klakar, mynta
Grillaðar risarækjur með engifer, appelsínu og hvítlauk f. 6
Spjót – ca 4 á mann með 7 rækjum.
Risarækjur (ca. 28 stk á mann)
Marinering:
2 heilir hvítlaukar (kínverskir)
Engifer, ca 2 cm
2 appelsínur, börkur og safi
4 msk sojasósa
2 msk olía
2 tsk chilliduft
2 tsk turmerik
2 msk hunang
1 msk púðursykur
Allt sett í matvinnsluvél og maukað.
Rækjurnar þerraðar, settar í mót og marineringunni hellt yfir, láta marinerast í 30 mín.
Spjót (trépinnar) sett í bleyti í vatn í 10 mín) rækjur settar á spjótin, salta og pipra + bera á olíu. Kolagrillað í ca. 1 min á hvorri hlið.
Marineringin sett í pott, bætt í púðursykri, sojasósu og appelsínusafa, soðið niður þar til þykknar, kælt. Notað sem sósa yfir rækjurnar og sallatið þegar búið er að grilla.
Salat
1 rauðlaukur, fínt skorinn
1 vorlaukur
1 rauð papríka
Mýkt í olíu á pönnu, safi úr einu lime og 2 msk púðursykur sett yfir og látið malla þar til karmellast.
Kál
Litlar gúrkur
Jarðaber
Mangó
Paprika
Brauð með rósmarín og fetaosti
750 ml volgt vatn
1 bréf þurrger
1,5 msk salt
1 kg hveiti
Öllu hrært saman í skál, látið lyfta sér í 30-45 mín, flatt út á bökunarplötu klædda með bökunarpappír, olía úr fetaostkrukku sett yfir, ásamt fetaosti, rósmaríni og Maldon salti. Látið lyfta sér í 30 mín á plötunni. Bakað í 30 mín við 200° C.
Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin (fyrir 4).
1 dós/ferna þykk kókosmjólk
¾ bolli rjómi
¼ bolli sykur
½ vanillustöng, skafa fræin úr
2 bl matarlím – sett í kalt vatn
Allt nema matarlím sett í pott, hitað upp að suðu (má ekki sjóða) tekið af hellunni og matarlím sett út í, látið kólna og setja þá í skálar – sett í ísskáp og látið kólna.
Yfir
2 dl frosið mangó sett í pott, ásamt 2 msk sykri. Soðið í ca 10 mín, sett í blender.
2 bl matarlím sett í kalt vatn.
1 passion fruit – ástríðualdin
Safi úr ½ appelsínu
Mangómaukið hitað aftur, passion fruit og appelsínusafi sett út í, ásamt matarlímið. Kælt. Sett yfir búðinginn.
.
— ÁRDÍS HULDA — PANNA-COTTA — RABARBARI —
— SUMARGLEÐI MEÐ HRESSUM KONUM —
.