Kaffi & list í Listagilinu á Akureyri #Ísland

kaffihús á akureyri Pönnukökur og rabarbarastykki á Kaffi & list listagilið listasafnið á akureyri kaffihús
Pönnukökur og rabarbarastykki á Kaffi & list

Kaffihúsið Kaffi & list

er í Listagilinu á Akureyri, nánar tiltekið í Listasafninu. Þar fengum við stórgóðar pönnukökur með bláberjasultu og rjóma og hafra- og rabarbarastykki með kaffinu. Fínasta kaffihús sem vel má mæla með. Þarna er einnig safnbúð safnsins með öllu sínu úrvali.

KAFFI & LISTLISTASAFNIÐAKUREYRI — FERÐAST UM ÍSLANDVISIT AKUREYRI

.

Á Kaffi & list facebookarsíðunni stendur þetta: Notalegt kaffihús þar sem áhersla er lögð á gæði umfram magn. Leggjum okkur fram við að hafa gott og heimabakað bakkelsi. Súpur, salöt og fl. Léttir og sterkir drykkir. Ýmsar uppákomur s.s tónlist, ljóðlist, leikur og fjör.

Margir hafa haft samband og við viljum gjarnan heyra frá fleirum í ferðaþjónustunni 

—   FERÐAST UM ÍSLAND

.

Hafra- og rabarbarastykki
Fínustu pönnukökur með bláberjasultu og rjóma
Safnbúð Listasafnsins
Rabarbarasulta með engifer
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sæld mannsins er komin undir….

Til þess að vér getum haft not af matnum þurfum vér að geta melt hann. Gamall málsháttur segir, að sæld mannsins sé komin undir góðri meltingu, og er það að miklu leyti satt. Maga- og meltingarsjúkdómar hafa slæm áhrif á geð og glaðværð.
-Matreiðslubók. Fjóla Stefáns 1921

Grannvaxnir og samanreknir menn

D.C.Jarvis

Grannvöxnum mönnum er fremur hætt við sjúkdómum á vorin. Þess vegna ættu grannir menn að hafa sérstaka gát á mataræði sínu á vorin. Þeir ættu að gæta þess að sofa nóg og varast ofreynslu.