Ásar gistiheimili í Eyjafjarðarsveit #Ísland

Ásar gistiheimili í Eyjafjarðarsveit hrefna laufey ingólfsdóttir árni gisting akureyri heitur pottur morgunmatur
Ásar gistiheimili í Eyjafjarðarsveit

TÍU tvö ár í röð frá Booking – hver toppar það?

Tíu kílómetrum innan við Akureyri reka Hrefna Laufey og Árni Gistiheimilið Ása. Það er svo undurljúft að sofa úti í sveit við galopinn glugga í íslenskri sumarnóttinni og vakna við fagran fuglasöng og jarm í fjarska. Aðalatriðið er nú samt hve smekklegt allt er á Ásum og natni við alla hluti, hér verða smáatriði að ævintýri. Öllu haganlega fyrir komið og fallegt. Þjónustulipurð og alúð í öllu – kemur ekkert á óvart að þau hafi fengið fullt hús stiga frá gestum tvö ár í röð.

Héðan er stutt í nánast alla afþreyingu sem hugsast getur. Við hittum t.d. fólk sem var nýkomið úr bjargklifri á Munkaþverá og var á leiðinni á skíði á Siglufirði.

ÁSAR — FERÐAST UM ÍSLANDAKUREYRI

.

TÍU tvö ár í röð frá Booking – hver toppar það?
Steiktur þorskur
Skyrbrulée
Slakað á í heita pottinum
Gistiheimilið Ásar í Eyjafjarðarsveit
Rúmgott baðherbergi með stóru baði
Heklaðar andlitsskífur
Herbergið okkar
Morgunverðurinn á Ásum. Við fengum nýbakað brauð, heimagerðar sultur og allskonar góðgæti
Nýbakað Ásabrauð. Uppskrifin er neðst í færslunni
Með Árna og Hrefnu Laufeyju á Ásum
Heimilisfriður. Uppskrifin er neðst í færslunni

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki

Ásabrauð
500 g þurrefni – það er hægt að nota hvaða þurrefni sem er, fræblöndu og hafragrjón. Ég nota oftast 400 g hveiti og 100 g heilhveiti
1/2 tsk. þurrger
1 tsk. salt
370 g volgt vatn
Öllum þurrefnum blandað saman, líka geri og salti. Síðan er volgt vatn hrært saman við. Ekkert hnoðað, bara hrært saman.
Tvöföld plastfilma látinn yfir skálina.
Látið hefast í a.m.k. 12 tíma. þegar þeir eru liðnir, setjið þá pott með loki inn í 230°C heitan ofn. Hitið ofninn í ca 10 mínútur. Stráið smá hveiti á deigið og hnoðið það létt saman. Setjið það í heitan pottinn. Bakið í 30 mínútur með loki. Takið lokið af og bakið í 10 mínútur. Þá er brauðið tilbúið.

Heimilisfriður

2 bollar sykur
2 bollar hveiti
2 bollar haframjöl
2 egg
2 tsk. lyftiduft
400 g brætt smjörlíki
2 bollar saxaðar döðlur
200 g súkkulaði
Allt hrært saman, nema súkkulaðið og sett í ofnskúffu. Bakað við 180°C í ca 25 mínútur. Tvö hundruð gr. súkkulaði sett í bitum ofan á kökuna og breitt út þegar það bráðnar. Kælt og skorið í litla bita. Gott að eiga í frysti.

síminn hjá Hrefnu er 8631515

.

— ÁSAR GISTIHEIMILI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.