Auglýsing
Ásar gistiheimili í Eyjafjarðarsveit hrefna laufey ingólfsdóttir árni gisting akureyri heitur pottur morgunmatur
Ásar gistiheimili í Eyjafjarðarsveit

TÍU tvö ár í röð frá Booking – hver toppar það?

Tíu kílómetrum innan við Akureyri reka Hrefna Laufey og Árni Gistiheimilið Ása. Það er svo undurljúft að sofa úti í sveit við galopinn glugga í íslenskri sumarnóttinni og vakna við fagran fuglasöng og jarm í fjarska. Aðalatriðið er nú samt hve smekklegt allt er á Ásum og natni við alla hluti, hér verða smáatriði að ævintýri. Öllu haganlega fyrir komið og fallegt. Þjónustulipurð og alúð í öllu – kemur ekkert á óvart að þau hafi fengið fullt hús stiga frá gestum tvö ár í röð.

Héðan er stutt í nánast alla afþreyingu sem hugsast getur. Við hittum t.d. fólk sem var nýkomið úr bjargklifri á Munkaþverá og var á leiðinni á skíði á Siglufirði.

ÁSAR — FERÐAST UM ÍSLANDAKUREYRI

.

TÍU tvö ár í röð frá Booking – hver toppar það?
Steiktur þorskur
Skyrbrulée
Slakað á í heita pottinum
Gistiheimilið Ásar í Eyjafjarðarsveit
Rúmgott baðherbergi með stóru baði
Heklaðar andlitsskífur
Herbergið okkar
Morgunverðurinn á Ásum. Við fengum nýbakað brauð, heimagerðar sultur og allskonar góðgæti
Nýbakað Ásabrauð. Uppskrifin er neðst í færslunni
Með Árna og Hrefnu Laufeyju á Ásum
Heimilisfriður. Uppskrifin er neðst í færslunni

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki

Ásabrauð
500 g þurrefni – það er hægt að nota hvaða þurrefni sem er, fræblöndu og hafragrjón. Ég nota oftast 400 g hveiti og 100 g heilhveiti
1/2 tsk. þurrger
1 tsk. salt
370 g volgt vatn
Öllum þurrefnum blandað saman, líka geri og salti. Síðan er volgt vatn hrært saman við. Ekkert hnoðað, bara hrært saman.
Tvöföld plastfilma látinn yfir skálina.
Látið hefast í a.m.k. 12 tíma. þegar þeir eru liðnir, setjið þá pott með loki inn í 230°C heitan ofn. Hitið ofninn í ca 10 mínútur. Stráið smá hveiti á deigið og hnoðið það létt saman. Setjið það í heitan pottinn. Bakið í 30 mínútur með loki. Takið lokið af og bakið í 10 mínútur. Þá er brauðið tilbúið.

Heimilisfriður

2 bollar sykur
2 bollar hveiti
2 bollar haframjöl
2 egg
2 tsk. lyftiduft
400 g brætt smjörlíki
2 bollar saxaðar döðlur
200 g súkkulaði
Allt hrært saman, nema súkkulaðið og sett í ofnskúffu. Bakað við 180°C í ca 25 mínútur. Tvö hundruð gr. súkkulaði sett í bitum ofan á kökuna og breitt út þegar það bráðnar. Kælt og skorið í litla bita. Gott að eiga í frysti.

síminn hjá Hrefnu er 8631515

.

— ÁSAR GISTIHEIMILI —

.

Auglýsing