Sumarhús – Hestasport í Varmahlíð #Ísland

Hestasport riding.is sumarbústaður Katja Bröker varmahlíð skagafjörður tjaldsvæði hlaðinn heitur pottur steinhlaðinn pottur skjól hestaferðir í skagafirði
Það fór mjög vel um Brimnesinga á skjólsælu tjaldstæðinu í Varmahlíð

Sumarhús – Hestasport í Varmahlíð

Sumarhús – Hestasport í Varmahlíð. Þegar fleiri ferðast saman er oft gott að velja áningarstaði með góðum fyrirvara, bústaðaþyrpingu eða tjaldstæði. Fjölskyldan mín hittist um helgina og gaman að segja frá því að ungu stúlkurnar sem skipuðu undirbúningsnefnd stóðu sig afar vel. Í Varmahlíð í Skagafirði fengum við bústaði hjá Hestasporti. Þar rétt hjá rekur sveitarfélagið tjaldsvæði sem er í misstórum básum sem eru afmarkaðir með trjábeltum, skjólgott og með góðri aðstöðu.

HESTASPORTVARMAHLÍÐTJALDA.IS — SKAGAFJÖRÐUR -— GRÁNA BISTRÓ — DRANGEYSOTI LODGE –  FERÐAST UM ÍSLAND

.

Við hliðina á bústöðunum og milli þeirra er steinhlaðinn heitur pottur sem við notuðum mikið. Bústaðurinn okkar var vel búinn, gott net, svefnloft – allt snyrtilegt og til fyrirmyndar. Við ætlum að fara þangað aftur og þá í útreiðatúr.

HESTASPORTVARMAHLÍÐTJALDA.IS — SKAGAFJÖRÐUR -— GRÁNA BISTRÓ — DRANGEYSOTI LODGE –  FERÐAST UM ÍSLAND

Í steinhlaðna heita pottinum
Sumarhúsin eru steinsnar frá tjaldstæðinu
Skagafjörður
Anna, Baldur og Elín grilla sykurpúða
Hin eldhressa þýska Katja tók á móti okkur og útskýrði allt vel og var með allt á hreinu.

—  FERÐAST UM ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.