Hólar í Hjaltadal – messa, messukaffi, tónleikar, andabringur og hjónabandssæla #Ísland

Alexandra Chernyshova söng við messuna og með henni léku Steinar Matthías Kristinsson og Helgi Hannesson Gunnar Einar Steingrímsson hjónabandssæla frönsk súkkulaðiterta LAUFÁS stefán Íslandi glóðafeykir messukaffi Hólar í Hjaltadal solveig lára guðmundsdóttir kórkápa kantarakápa jón arason biskup skagafjörður hóladómkirkja vígslubiskup biskup kirkjan
Hólar í Hjaltadal

Hólar í Hjaltadal – messa, messukaffi, tónleikar, andabringur og hjónabandssæla #Ísland

Við riðum (keyrandi) heim að biskups-, háskóla- og menningarsetrinu Hólum í Hjaltadal, einn besta dag sumarsins í 21°C hita. Í sumar er alla sunnudaga boðið upp á messu kl. 14, kirkjukaffi kl. 15 og tónleika kl. 16. Tónlistarmönnum er boðið að dvelja í nokkra daga við æfingar fyrir tónleika, en á vetrum er fræðimönnum sömuleiðis boðin dvöl gegn því að halda fyrirlestur. Þetta ásamt árlegri ráðstefnu eru helstu viðfangsefni Guðbrandsstofnunar, sem gestgjafinn okkar, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, veitir forstöðu.

Á leiðinni að Hólum úr Varmahlíð (eða Vörmuhlíð eins og við grínuðumst með) er margt að sjá: T.d. er ekið framhjá fjallinu Glóðafeyki.  Á Læk (sem nú er komið í eyði) hélt Stefán Íslandi sína fyrstu tónleika. Þar fékk Bergþór heldur betur gæsahúð. Flugumýri þar sem Flugumýrarbrenna var og Haugsnes þar sem Haugsnesbardagi var háður. Vígaferlin á Sturlungaöld voru sko ekkert grín og það er svakalegt tilfinningaspil að fara um sögustaðina í Skagafirði.

— SKAGAFJÖRÐUR – HÓLAR Í HJALTADAL – AUÐUNARSTOFA —  FERÐAST UM ÍSLAND

.

Höfðinglegar móttökur og ljúffengar veitingar hjá Solveigu Láru. Alltaf til eftirbreytni þegar fólk kann að sameina reisn, mildi, skörungsskap og frjálslega, blátt áfram framkomu, eins og gestgjafinn.

Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup er höfðingi heim að sækja. Hún bauð okkur í smjörsteikta andabringu með blómkáli, gulrótum, salati og sósu. Á eftir fengum við hjónabandssælu og franska súkkulaðitertu (uppskriftirnar eru neðar).

Smjörsteiktar andabringur með blómkáli, gulrótum, eplasalati og sósu, yndislegur matur.
Í Auðunarstofu er sýning á passíusálmaútgáfum í tilefni þess að 350 ár eru liðin frá því að passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru fyrst prentaðir.
Forkunnarfögur kantarakápa sem er nákvæm eftirgerð af kórkápu Jóns Arasonar biskups.
Hjónabandssæla Solveigar Láru

Við vorum svo ljónheppnir að lenda í messu og messukaffi á Hólum. Séra Gunnar Einar Steingrímsson prestur í Laufási messaði og kirkjukórinn kom með.

Alexandra Chernyshova söng á tónleikum þessa sunnudags og með henni léku Steinar Matthías Kristinsson og Helgi Hannesson
Sameiginlegur kirkjukór Laufáss-, Grenivíkur- og Svalbarðskirkja söng
Messukaffi á eftir

Hjónabandssæla

2 bollar haframjöl
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
1 tsk matarsódi
250 g mjúkt smjörlíki
Tvö lög með (helst) glænýrri rabbarbarasultu!
Blandið saman haframjöli, hveiti, syri, matarsóda og smjölíki, takið ca 1/4 frá, og setjið í ofnskúffu. Dreifið úr sultunni yfir og myljið loks restina yfir sultuna. Bakið í 30 mín á 175°C

Smjörsteiktar andabringur

Bræðið smjör á pönnu þar til hættir að búbla. Leggið skinnið á andabringunni í smjörið í 5 mínútur og snúið þá við og steikið hinum megin líka í 5 mínútur. Leggið bringurnar í eldfast fat og álpappír yfir og inn í 200°C heitan ofn í 15 mínútur. Takið fatið út og hafið álpappírinn yfir í 10 mínútur. Með þessu er appelsínusósa sem er úr fitunni af andabringunum, safa úr einni appelsínu og 2 msk. appelsínuþykkni og hvítvín eftir smekk. Aðeins þykkt með hveitijafningi. Gott að bera þetta fram með blómkáli, gulrótum og eplasalati.

Extra góð súkkulaðiterta Solveigar Láru

Súkkulaðitertuuppskrifin er betrum bætt uppskrift af þessari síðu en í staðinn fyrir dökkt suðusúkkulaði setti hún dökkt súkkulaði með saltkaramellum – gaman þegar ný útgáfa verður betri en fyrirmyndin. FRÖNSK SÚKKULAÐITERTA

Smjörsteiktar andabringur

— SKAGAFJÖRÐUR – HÓLAR Í HJALTADAL – AUÐUNARSTOFA —  FERÐAST UM ÍSLAND

— Veisla hjá Solveigu Láru á Hólum í Hjaltadal —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.