Tjöruhúsið á Ísafirði #Ísland

 

Tjöruhúsið á Ísafirði

Tjöruhúsið á Ísafirði

Í vor tókum við þátt í auglýsingu í verkefninu Ferðumst innanlands, en okkar atriði var tekið upp í Tjöruhúsinu og má segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn, enda borðuðum við leikmunina upp til agna.
Ekki síðra var að koma núna þegar allt var komið á fullt og Íslendingar fylltu salinn. Við grínuðumst með að það væri allt okkur að þakka, en sannleikurinn er sá að Íslendingar eru bara algjörlega frábærir þegar þeir taka sig til og hjálpast að. Það var ekki eitt hótelherbergi laust á Ísafirði, en við fengum inni á Fisherman á Suðureyri

TJÖRUHÚSIÐÍSAFJÖRÐURFERÐUMST INNANLANDS –  FERÐAST UM ÍSLANDVESTFIRÐIR

.

Bergþór og Haukur

Haukur veitingamaður kom upp slíkri stemningu með því einu að kynna hvernig kvöldið færi fram, að allt varð frjálslegt og létt og eins og allir þekktust. Við lentum á borði með fjórmenningum sem voru í mótorhjólaferð um landið og það var eins og við hefðum hitt gamla vini, þótt við þekktumst ekki áður.
En þar með er bara hálf sagan sögð. Skemmst er frá því að segja að maturinn stóð undir væntingum og vel það, fyrst var dásamleg fiskisúpa og svo rann inn á hlaðborð hellingur af pönnum með mismunandi fiskréttum og bókstaflega allir réttirnir gældu við bragðlaukana (hæfilega kryddaðir og ferskir, eins og Páll orðaði það) ásamt hinum og þessum gómsætum salötum. Við fórum þrisvar og fengum okkur hlaðna diska, borðuðum á okkur gat og hnepptum frá! Takk fyrir okkur, þetta var ekki í síðasta skiptið sem við örkum í Tjöruhúsið.

Albert og Haukur
Við Tjöruhúsið
Steiktar gellur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Haugarfi – arfapestó

Arfapestó Haugarfi Arfapestó - IMG_3869 (1)

Arfapestó! Það er ekki að ástæðulausu sem fólk segir að eitthvað vaxi eins og arfi, hann vex mjög vel. Ég hvet fólk til að rækta arfa, bæði sumar og vetur. Í allan vetur hef ég verið með arfa í potti í eldhússglugganum og núna rækta er hann líka á svölunum. Þið sem eruð með stóran pall ættuð að fá ykkur stóran blómapott og hefja þar arfaræktun - passið að klippa blómin af svo fræin fjúki ekki í beðin....