Tjöruhúsið á Ísafirði #Ísland

 

Tjöruhúsið á Ísafirði

Tjöruhúsið á Ísafirði

Í vor tókum við þátt í auglýsingu í verkefninu Ferðumst innanlands, en okkar atriði var tekið upp í Tjöruhúsinu og má segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn, enda borðuðum við leikmunina upp til agna.
Ekki síðra var að koma núna þegar allt var komið á fullt og Íslendingar fylltu salinn. Við grínuðumst með að það væri allt okkur að þakka, en sannleikurinn er sá að Íslendingar eru bara algjörlega frábærir þegar þeir taka sig til og hjálpast að. Það var ekki eitt hótelherbergi laust á Ísafirði, en við fengum inni á Fisherman á Suðureyri

TJÖRUHÚSIÐÍSAFJÖRÐURFERÐUMST INNANLANDS –  FERÐAST UM ÍSLANDVESTFIRÐIR

.

Bergþór og Haukur

Haukur veitingamaður kom upp slíkri stemningu með því einu að kynna hvernig kvöldið færi fram, að allt varð frjálslegt og létt og eins og allir þekktust. Við lentum á borði með fjórmenningum sem voru í mótorhjólaferð um landið og það var eins og við hefðum hitt gamla vini, þótt við þekktumst ekki áður.
En þar með er bara hálf sagan sögð. Skemmst er frá því að segja að maturinn stóð undir væntingum og vel það, fyrst var dásamleg fiskisúpa og svo rann inn á hlaðborð hellingur af pönnum með mismunandi fiskréttum og bókstaflega allir réttirnir gældu við bragðlaukana (hæfilega kryddaðir og ferskir, eins og Páll orðaði það) ásamt hinum og þessum gómsætum salötum. Við fórum þrisvar og fengum okkur hlaðna diska, borðuðum á okkur gat og hnepptum frá! Takk fyrir okkur, þetta var ekki í síðasta skiptið sem við örkum í Tjöruhúsið.

Albert og Haukur
Við Tjöruhúsið
Steiktar gellur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veitingastaðurinn Campus í Þverholti

Campus Campus - kjúklingur og kúskús

Veitingastaðurinn Campus. Í Þverholtinu er yndislegt hádegisverðar- og kaffihús, þar sem Listaháskólinn er til húsa. Tengslin við Listaháskólann gefa skemmtilega stemningu; þegar við litum inn, var fatahönnunarsýning inn af veitingastaðnum. Sömu eigendur eru að Krydd & Tehúsinu í Þverholti nær Hlemmi, handbragðið á báðum stöðum einstaklega snyrtilegt og indælt.

Bolludagsbollur – vatnsdeigsbollur

 

 

 

Vatnsdeigsbollur.Tvær ólíkar fyllingar í vatnsdeigsbollur. Kannski hljómar framandi að blanda saman rjóma, kókosbollum og brómberjum en trúið mér; útkoman er stórfín. Í hinum bollunum er Royal búðingi blandað saman við rjóma sem er hafður á milli ásamt hráu marsipani og bláberjasultu.

Cordon Bleu a la Pabbi – Ari Ólafs söngvari

Cordon Bleu a la Pabbi. Ari Ólafsson hefur skotist upp á stjörnuhimininn með laginu Our Choice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Röddin er ekki bara glæsileg, heldur hefur hann óvenjulegt raddsvið upp á háaloft og niður í kjallara, en fólk hefur ekki síður heillast af framkomu hans og einstakri útgeislun. Ég spurði Ara hver væri uppáhaldsmaturinn hans. Hann sagðist ekki enn vera mikill kokkur, en Cordon bleu, „eins og pabbi gerir“ væri í algjöru uppáhaldi.