Rúsínu-haframjölskökur

Anna Rósa Bjarnadóttir og Kristinn héðinsson haframjölskökur smákökur jólin jólabakstur aðventameð rúsínu-haframjölskökur christmas oat coccies oatmeal cookies recipe
Anna Rósa og Kristinn með rúsínu-haframjölskökur

Rúsínu-haframjölskökur

Anna Rósa Bjarnadóttir fer mikinn í eldhúsinu á aðventunni. Deigið í rúsínu-haframjölskökurnar hrærir hún fyrst saman og hakkar það síðan áður hún mótar í lengjur, sker niður og bakar. Uppskriftin kemur frá móður Önnu Rósu og hefur fylgt fjölskyldunni í áratugi. Stökkar, gómsætar og einstaklega jólalegar smákökur.

— ANNA RÓSA  — SMÁKÖKUR — JÓLINHAFRAMJÖLSKÖKUR

.

Rúsínu-haframjölskökur

Rúsínu-haframjölskökur

3 bollar hveiti
3 1/2 bolli haframjöl
2 1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
3 bollar sykur
3 egg
330 gr smjörlíki
1 1/2 til 2 bollar rúsínur.

Hnoðið saman án rúsína, síðan er deigið hakkað með rúsínum.
Mótið í lengjur, skerið niður og raðið á ofnplötu. Bakið við 150°C í um 15 mín.

— ANNA RÓSA  — SMÁKÖKUR — JÓLINHAFRAMJÖLSKÖKUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur

Hönnugott - karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur. Hanna Rún og Bergþór hafa heldur betur slegið í gegn í þáttunum Allir geta dansað - ég er ekki frá því að ég sé að rifna úr stolti. Held það séu komin ár ef ekki áratugir síðan fjölskyldur þessa lands hafa safnast saman til að horfa saman á eins og á Allir geta dansað. Þessir þættir eru gleðisprengja sem enginn ætti að missa af. Á sunnudaginn er næst síðasti þátturinn.

Avókadó hráterta – öndvegis terta

Avókadó hráterta. Í veislu á dögunum, Pálínuboði, var þessi öndvegis terta á borðum. Við linntum ekki látum fyrir en við fundum konuna sem útbjó hana og með ánægju deildi Hildur uppskriftinni. Þessi terta kemst á topp þrjú yfir bestu hrátertur sem ég hef smakkað, þær eru margar góðar. Ég sleppti því að frysta hana, heldur útbjóð ég hana kvöldinu áður en hún var snædd. Kannski er græni liturinn að blekkja okkur lítið eitt, maður er ekki vanur grænum tertum.... Hvet ykkur til að prófa þessa, þið sjáið ekki eftir því.

Ferskjusúpa – ferskju-grænmetis-kjúklingasúpa

Ferskjusúpa. Jón kunningi okkar benti okkur á dásamlega góða ferskju/grænmetis/kjúklingasúpu. Frekar spes - en súpan stendur fyllilega undir væntingum. VIBBA-góð sagði ein í vinnunni, súpunni til hróss