Flak á Patreksfirði – fiskisúpa með austurlenskum tóni
FLAK eru tveir gamlir beitningaskúrar á Patreksfirði, sem hafa verið sameinaðir og gerðir upp. Mjög töff, skemmtilega hrátt en um leið hlýlegt.
— FLAK — PATREKSFJÖRÐUR — FISKUR — PATREKSFJÖRÐUR — — FERÐAST UM ÍSLAND —
.
Okkur datt í hug að borða eitthvað létt svona einu sinni, eftir ofát sumarsins. Fréttum af geggjaðri fiskisúpu á Flaki hjá Einari og Gígju. Nema hvað. Hún var svo góð að við fengum ábót þangað til við vorum afvelta. Eina ferðina enn.
Súpan er aðeins elduð með fiski sem kom í land samdægurs, með sjávarjurtum, blóðbergi, paprikumauki og þangskeggi, en um leið með austurlenskum keim, kafírlaufi og anís. Þetta hljómar svolítið sérstakt, en er líka sérstakt og hrikalega gott.
Með súpunni fengum við okkur snakk, sem var parmesankex með sesam-majó, harðfiskur frá Kalla með þeyttu þangsmjöri og ristuð hnetublanda með sesamkeim. Þetta kláraðist á svipstundu, enda ofboðslega lystugt.
Í lokin skelltum við okkur í pílukast, skiptum í lið, aðkomumenn og heimafólk og munaði minnstu að við ynnum. Ekki alveg samt…
— FLAK — PATREKSFJÖRÐUR — FISKUR — PATREKSFJÖRÐUR — — FERÐAST UM ÍSLAND —
.