Flak á Patreksfirði – fiskisúpa með austurlenskum tóni #Ísland

flak fiskisúpa partó sonja dietz píla pílukast patreksfjörður kristján guðmundur sigurðsson sonja veitingastaður fiskur beitningaskúr gígja
Einar vert færir Sonju og Guðmundi fiskisúpuna góðu

Flak á Patreksfirði – fiskisúpa með austurlenskum tóni

FLAK eru tveir gamlir beitningaskúrar á Patreksfirði, sem hafa verið sameinaðir og gerðir upp. Mjög töff, skemmtilega hrátt en um leið hlýlegt.

FLAKPATREKSFJÖRÐURFISKURPATREKSFJÖRÐUR — — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Bragðmikil og gómsæt fiskisúpa

Okkur datt í hug að borða eitthvað létt svona einu sinni, eftir ofát sumarsins. Fréttum af geggjaðri fiskisúpu á Flaki hjá Einari og Gígju. Nema hvað. Hún var svo góð að við fengum ábót þangað til við vorum afvelta. Eina ferðina enn.

Súpan er aðeins elduð með fiski sem kom í land samdægurs, með sjávarjurtum, blóðbergi, paprikumauki og þangskeggi, en um leið með austurlenskum keim, kafírlaufi og anís. Þetta hljómar svolítið sérstakt, en er líka sérstakt og hrikalega gott.

Brakbrauð með hummús á FLAK
Parmesankex með sesam-majó, harðfiskur frá Kalla með þeyttu þangsmjöri og ristuð hnetublanda með sesamkeim

Með súpunni fengum við okkur snakk, sem var parmesankex með sesam-majó, harðfiskur frá Kalla með þeyttu þangsmjöri og ristuð hnetublanda með sesamkeim. Þetta kláraðist á svipstundu, enda ofboðslega lystugt.

PÍLUKEPPNI. Albert, Guðmundur og Sonja

Í lokin skelltum við okkur í pílukast, skiptum í lið, aðkomumenn og heimafólk og munaði minnstu að við ynnum. Ekki alveg samt…

Páll tók þátt í pílukeppninni
Í frystiklefanum innaf beitningaskúrnum er nú ljósmyndasýning með gömlum myndum teknum á Patreksfirði

FLAK á Patreksfirði

FLAKPATREKSFJÖRÐURFISKURPATREKSFJÖRÐUR — — FERÐAST UM ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.