Gistiheimilið Árból og Demantshringurinn #Ísland

Gistiheimilið Árból á Húsavík gisting á húsavík dettifoss goðafoss hljóðaklettar demantshringurinn húsavík ásbyrgi elín
Gistiheimilið Árból á Húsavík

Gistiheimilið Árból og Demantshringurinn

Þegar keyrt er frá náttúruundrinu Mývatni, er vart hægt að hugsa sér náttúruundur með jafn stuttu millibili og á vegi 862. Dettifoss! Hljóðaklettar! Ásbyrgi! Að því loknu er upplagt að fara Tjörnes og koma við á Mánárbakka og gista á Húsavík. Um að ræða ýmsa gististaði, en við völdum Árból, sem er mjög snyrtilegt gistiheimili með góðum morgunverði, sem hver og einn fékk úthlutað, enda vel hugsað fyrir smitvörnum. Það er ljúft að sofna og vakna við árniðinn frá Búðaránni í gamla Sýslumannshúsinu á Húsavík. Elín tekur ljúflega á móti ykkur, síminn hjá henni er 464 2220 og líka hægt að senda skilaboð.

ÁRBÓLHÚSAVÍKHLJÓÐAKLETTARDETTIFOSS –   FERÐAST UM ÍSLAND

Dettifoss

Dettifoss er aflmesti foss landsins, 45 m hár og 100 m breiður. Oft hefur heyrst að fossinn sé sá vatnsmesti í Evrópu, en svo er ekki. Vatnsmesti fossinn er í Sviss.

Syng, Dettifoss. Syng hátt mót himins sól.
Skín, hátign ljóss, á skuggans veldisstól.
Og kný minn huga, gnýr, til ljóða, er lifa,
um leik þess mesta krafts, er fold vor ól. (Einar Ben.)

Í Hljóðaklettum

HLJÓÐAKLETTAR, nafnið er dregið af smábergmáli árniðarins, sem líkist helst suði. Um er að ræða sérkennilega þyrpingu stuðlabergskletta í mynni Vesturdals niðri við Jökulsá á Fjöllum. Þessir klettar munu vera gígtappar gígaraðar, sem síðara hamfarahlaup Jöklu skolaði í burtu fyrir u.þ.b. 3000 árum. Stuðlarnir hafa alls konar legu og framkalla ýmsar kynjamyndir og rósettur.

Goðafoss

Goðafoss í Skjálfandafljóti er 30 m breiður og 17 m þar sem hann er hæstur. Goðafoss er einn af vatnsmestu fossum landsins. Hann greinist í tvo meginfossa og nokkra smærri og fer það nokkuð eftir vatnsmagni árinnar hversu margir þeir eru. Síðustu ár hefur umhverfið verið lagað, bílastæði eru sitthvoru megin, sem og nýjir breiðir göngustígar og útsýnispallar. Allt til fyrirmyndar og fellur vel inn í umhverfið.

Í Ásbyrgi

Fyrsta skipti sem ég kem í Ásbyrgi, það flokkast sem eitt af náttúruundrum Íslands – eiginlega hrikalega fallegt. Þorvaldur Thoroddsen taldi að landspila hefði sokkið í jarðskjálfta, en gömul sögn var að hestur Óðins, Sleipnir, hefði spyrnt í hóf svo að sprakk við jörðin.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka. Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu."

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur?

 

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur? Sumum virðist hafa verið kennt að koma sí og æ að borðinu til að spyrja: „Hvernig bragðast maturinn?“ Það virkar stundum eins og lærð kurteisi, en það er aldrei þægilegt. Gestirnir láta vita ef eitthvað er að og gefa merki ef vantar aðstoð, en þá er auðvitað mikilvægt að sjá til hliðar og líka með hnakkanum þegar gestur gefur bendingu.