
Margir taka þaratöflur til að húðin verði falleg. Við tjaldsvæðið Bolaskeið á Reykhólum er hægt að fara í þarabað, maður sem sagt makar á sig sem svarar þúsundum þarataflna – trúið mér þetta er verulega hressandi og mýkjandi fyrir húðina. Og bara svo það sé skýrt, það er hreinsað á milli og allir fá ferskt þarabað!
Halla tók á móti okkur og sagði frá hvernig hennar húð mýktist og psoriasis hvarf með reglulegum þaraböðum. Í baðinu mökuðum við á okkur þara bæði í andlit og hár og erum núna með silkimjúka húð.
Á heimasíðunni skrifar kona að hún sé tuttugu árum yngri og ekki með eitt einasta grátt hár og þakkar það þaranum
— ÞARABÖÐIN — REYKHÓLAR — FERÐAST UM ÍSLAND —


